Keane og Neville: Solskjær verður að láta liðið spila Man Utd leikstílinn og vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 09:30 Þjálfarar Manchester-liðanna eru hér eflaust að ræða mikilvægi þess að virða stigið en það gerðu bæði Man United og Man City er liðin mættust í gær. EPA-EFE/Paul Ellis Roy Keane og Gary Neville, fyrrum leikmenn Manchester United, segja að Ole Gunnar Solskjær verði að vinna titla og reyna að stýra stórleikjum. Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21
Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00