Júlían tognaður aftan í læri og gæti misst af RIG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:31 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. Það gæti hafa leitt til þess að hann tognaði aftan í læri nýverið. VÍSIR/VILHELM Júlían J.K. Jóhannson, íþróttamaður ársins 2019 og heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum flokki, gæti misst af Reykjavík International Games sem hefjast eftir sjö vikur þar sem hann tognaði aftan í læri nýverið. Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Kraftlyftingar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020
Kraftlyftingar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira