Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 23:17 Flugher Aserbaídsjan heldur sigurgöngu í Bakú. Getty/Aziz Karimov Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. Mennirnir eru sagðir hafa tekið upp glæpi sína og birt myndböndin á samfélagsmiðlum. Tveir hermenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að hafa eyðilagt legsteina Armeníumanna. Ríkissaksóknari Aserbaídsjan sagði að tilfellin gengju þvert á hugmyndir og viðhorf Asersku þjóðarinnar. Aserbaídsjan og Armenía skrifuðu undir friðarsamning í byrjun nóvember og hafa þegar hafið fangaskipti, en þau fyrstu fóru fram í dag. Héraðið Nagorno-Karabakh hefur lengi verið deiluefni Armena og Asera. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en meirihluti íbúa þess er af Armenskum uppruna og hefur armenski meirihlutinn farið með stjórn þess frá því að sex ára stríði milli ríkjanna um svæðið lauk árið 1994. Átök milli ríkjanna hófust að nýju vegna héraðsins í lok september síðastliðnum og féllu um fimm þúsund hermenn úr báðum fylkingum. Minnst 143 almennir borgarar dóu í átökunum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Rússar komu að gerð friðarsamnings milli ríkjanna tveggja í byrjun nóvember en báðar hliðar hafa sakað hina um að hafa brotið friðarsamninginn. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan tilkynnti á sunnudag að fjórir aserskir hermenn hafi fallið í nýlegum átöku í héraðinu. Þá hefur Armenía sagt að sex af hermönnum þeirra hafi særst þegar Aserskar hersveitir gerðu atlögu að þeim. Aserbaídsjan Armenía Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa tekið upp glæpi sína og birt myndböndin á samfélagsmiðlum. Tveir hermenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að hafa eyðilagt legsteina Armeníumanna. Ríkissaksóknari Aserbaídsjan sagði að tilfellin gengju þvert á hugmyndir og viðhorf Asersku þjóðarinnar. Aserbaídsjan og Armenía skrifuðu undir friðarsamning í byrjun nóvember og hafa þegar hafið fangaskipti, en þau fyrstu fóru fram í dag. Héraðið Nagorno-Karabakh hefur lengi verið deiluefni Armena og Asera. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en meirihluti íbúa þess er af Armenskum uppruna og hefur armenski meirihlutinn farið með stjórn þess frá því að sex ára stríði milli ríkjanna um svæðið lauk árið 1994. Átök milli ríkjanna hófust að nýju vegna héraðsins í lok september síðastliðnum og féllu um fimm þúsund hermenn úr báðum fylkingum. Minnst 143 almennir borgarar dóu í átökunum og þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Rússar komu að gerð friðarsamnings milli ríkjanna tveggja í byrjun nóvember en báðar hliðar hafa sakað hina um að hafa brotið friðarsamninginn. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan tilkynnti á sunnudag að fjórir aserskir hermenn hafi fallið í nýlegum átöku í héraðinu. Þá hefur Armenía sagt að sex af hermönnum þeirra hafi særst þegar Aserskar hersveitir gerðu atlögu að þeim.
Aserbaídsjan Armenía Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar. 1. desember 2020 10:02
Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37
Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57