Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. desember 2020 07:28 Biden sagði að logi lýðræðisins brenni enn glatt í Bandaríkjunum. Drew Angerer/Getty Images Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00