Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 10:41 Biden sagði í gær tíma til kominn að horfa fram á við en á Twitter mátti enn sjá Trump slá frá sér í biturð. epa/Jim Lo Scalzo Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28