Verjum störf og sköpum ný Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 15. desember 2020 14:02 Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á að atvinna sé undirstaða velferðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Vaxandi atvinnuleysi, samdráttur í landsframleiðslu, versnandi hagvaxtarhorfur og samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur nú þegar bætt verulega í fjárveitingar til nýsköpunar. Þá hefur verið farið í ýmsar aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu, til að viðhalda störfum, verkefnum og fyrirtækjum sem eiga framtíð fyrir sér. Þrátt fyrir ofangreindar aðgerðir er þörf á frekari hvötum til tekju- og atvinnuskapandi verkefna sem komast hratt til framkvæmda. Samdráttur í atvinnuvegafjárfestinga Það liggur fyrir að verulegur samdráttur hefur orðið í atvinnuvegafjárfestingu. Verulega hefur dregið úr útlánum til fyrirtækja vegna minnkandi efnahagsumsvifa og arðsemiskröfu fjármálastofnanna til fyrirtækjalána. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að samdráttur atvinnuvegafjárfestinga haldi áfram á komandi ári. Af þessu má daga þá ályktun að einkaaðilar glími við skort á fjármagni til atvinnuþróunar og tregða sé í lánveitingum fjármálastofna til atvinnulífsins. Því liggur atvinnuþróun á Íslandi í dái eins og er. Ríkisábyrgð á viðspyrnulán til atvinnuþróunar Stjórnvöld verða að bregðast við og hvetja fjármálastofnanir og lífeyrissjóði til útlána. Það má gera með aðgerðum sem senda skýr skilaboð um að framtíðin á Íslandi sé björt og skynsamlegt sé að nota það fjármagn sem til staðar er í landinu til atvinnuþróunar. Í þessum tilgangi hafa þingmenn Framsóknarflokksins lagt fram tillögu um ríkisábyrgð á viðspyrnulán til atvinnuþróunar. Aðgerðin gengur út að auka möguleika einkaaðila sem hyggjast fara í nýungar í sínum rekstri við að nálgast lánsfjármagn með ríkisábyrgðum á lánum til atvinnuþróunarverkefna. Atvinnuþróunarverkefni þyrftu að vera skýr og afmörkuð verkefni til þróunar á vöru, þjónustu eða framleiðsluaðferð, geta skapað störf og aukið gjaldeyristekjur. Þannig myndu stjórnvöld deila áhættu af atvinnuþróun á óvissutímum með fjármálastofnunum og atvinnurekendum. Allar líkur eru á því að aðgerðin hefði jákvæð áhrif á stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið. Beinar og óbeinar tekjur af þeim atvinnuþróunarverkefnum sem vaxa og dafna í kjölfar viðspyrnuláns ættu að verða vel umfram þann kostnað sem fellur á ríkissjóð vegna verkefna sem ekki heppnast. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokkins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Efnahagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á að atvinna sé undirstaða velferðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Vaxandi atvinnuleysi, samdráttur í landsframleiðslu, versnandi hagvaxtarhorfur og samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur nú þegar bætt verulega í fjárveitingar til nýsköpunar. Þá hefur verið farið í ýmsar aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu, til að viðhalda störfum, verkefnum og fyrirtækjum sem eiga framtíð fyrir sér. Þrátt fyrir ofangreindar aðgerðir er þörf á frekari hvötum til tekju- og atvinnuskapandi verkefna sem komast hratt til framkvæmda. Samdráttur í atvinnuvegafjárfestinga Það liggur fyrir að verulegur samdráttur hefur orðið í atvinnuvegafjárfestingu. Verulega hefur dregið úr útlánum til fyrirtækja vegna minnkandi efnahagsumsvifa og arðsemiskröfu fjármálastofnanna til fyrirtækjalána. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að samdráttur atvinnuvegafjárfestinga haldi áfram á komandi ári. Af þessu má daga þá ályktun að einkaaðilar glími við skort á fjármagni til atvinnuþróunar og tregða sé í lánveitingum fjármálastofna til atvinnulífsins. Því liggur atvinnuþróun á Íslandi í dái eins og er. Ríkisábyrgð á viðspyrnulán til atvinnuþróunar Stjórnvöld verða að bregðast við og hvetja fjármálastofnanir og lífeyrissjóði til útlána. Það má gera með aðgerðum sem senda skýr skilaboð um að framtíðin á Íslandi sé björt og skynsamlegt sé að nota það fjármagn sem til staðar er í landinu til atvinnuþróunar. Í þessum tilgangi hafa þingmenn Framsóknarflokksins lagt fram tillögu um ríkisábyrgð á viðspyrnulán til atvinnuþróunar. Aðgerðin gengur út að auka möguleika einkaaðila sem hyggjast fara í nýungar í sínum rekstri við að nálgast lánsfjármagn með ríkisábyrgðum á lánum til atvinnuþróunarverkefna. Atvinnuþróunarverkefni þyrftu að vera skýr og afmörkuð verkefni til þróunar á vöru, þjónustu eða framleiðsluaðferð, geta skapað störf og aukið gjaldeyristekjur. Þannig myndu stjórnvöld deila áhættu af atvinnuþróun á óvissutímum með fjármálastofnunum og atvinnurekendum. Allar líkur eru á því að aðgerðin hefði jákvæð áhrif á stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið. Beinar og óbeinar tekjur af þeim atvinnuþróunarverkefnum sem vaxa og dafna í kjölfar viðspyrnuláns ættu að verða vel umfram þann kostnað sem fellur á ríkissjóð vegna verkefna sem ekki heppnast. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokkins í Norðausturkjördæmi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun