Fullkomið verkefni um Brennu-Njáls sögu á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2020 20:05 Elín Una, íslenskukennari á Laugarvatni ásamt þeim Laufeyju, Jónínu og Signýju, nemendum skólans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögupersónur Brennu Njáls sögu hafa öðlast nýtt líf í meðförum nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem unnu nokkur myndbönd um söguna í stað þess að sitja í kennslustund og læra söguna þar, því það er bannað vegna heimsfaraldursins. Kennarinn segir verkefnið hafa heppnast fullkomlega. Elín Una Jónsdóttir, sem kennir íslensku í Menntaskólanum að Laugarvatni býr á prestsetrinu Hruna í Hrunamannahreppi með fjölskyldu sinni. Hún kennir heiman frá sér eins og allir aðrir kennarar skólans í gegnum tölvuna enda allt nám við skólann í fjarnámi vegna kórónuveirunnar. Hún brá á það ráð að fá nemendur til að vinna Brennu-Njálssögu í formi myndbanda og leyfa þannig hugmyndaflugi og sköpun þeirra að njóta sín á skjá og útkoman heppnaðist fullkomlega. „Það er krefjandi að vera í fjarnámi og krökkunum finnst það algjörlega. Þegar ég fann það að ég var alveg að missa þau þá hugsaði ég, þau verða að standa upp frá tölvunum. Ég lagði bara fyrir þau verkefni, látið Njálu blása ykkur í brjóst, gera eitthvað skapandi. Þau fóru út öll sömul og það komu þessi frábæru listaverk. Þau fóru að mála, þau brustu í söng, þau fóru að búa til brúðuleikhús, leika, tjá sig og túlka söguna,“ segir Elín Una. Elín Una segir að verkefni nemenda hafði tekist fullkomlega enda hafi þau öll fengið tíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elín Una segir að nemendurnir hafi komið sér mjög á óvart með verkefninu og hvað þau voru metnaðarfull og gerðu allt svo listavel til að túlka söguna. „Já, þau fengu öll tíu“. Vinkonunum Laufeyju, Jónínu og Signýju fannst mjög gaman að túlka Brennu-Njálssögu á þann hátt sem Elín Una lagði upp með. „Já, þetta var mjög gott uppbrot í stað þess að sitja alltaf við tölvuna. Það var miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona skapandi heldur en að vera alltaf að læra og fara í próf og gera ritgerðir og svoleiðis, sérstaklega svona í fjarnáminu,“ segja vinkonurnar og taka fram að uppáhalds persónur þeirra séu Hallgerður, Glúmur og Sámur. Hægt er að fræðast meira um verkefni nemenda á heimasíðu skólans Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Elín Una Jónsdóttir, sem kennir íslensku í Menntaskólanum að Laugarvatni býr á prestsetrinu Hruna í Hrunamannahreppi með fjölskyldu sinni. Hún kennir heiman frá sér eins og allir aðrir kennarar skólans í gegnum tölvuna enda allt nám við skólann í fjarnámi vegna kórónuveirunnar. Hún brá á það ráð að fá nemendur til að vinna Brennu-Njálssögu í formi myndbanda og leyfa þannig hugmyndaflugi og sköpun þeirra að njóta sín á skjá og útkoman heppnaðist fullkomlega. „Það er krefjandi að vera í fjarnámi og krökkunum finnst það algjörlega. Þegar ég fann það að ég var alveg að missa þau þá hugsaði ég, þau verða að standa upp frá tölvunum. Ég lagði bara fyrir þau verkefni, látið Njálu blása ykkur í brjóst, gera eitthvað skapandi. Þau fóru út öll sömul og það komu þessi frábæru listaverk. Þau fóru að mála, þau brustu í söng, þau fóru að búa til brúðuleikhús, leika, tjá sig og túlka söguna,“ segir Elín Una. Elín Una segir að verkefni nemenda hafði tekist fullkomlega enda hafi þau öll fengið tíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elín Una segir að nemendurnir hafi komið sér mjög á óvart með verkefninu og hvað þau voru metnaðarfull og gerðu allt svo listavel til að túlka söguna. „Já, þau fengu öll tíu“. Vinkonunum Laufeyju, Jónínu og Signýju fannst mjög gaman að túlka Brennu-Njálssögu á þann hátt sem Elín Una lagði upp með. „Já, þetta var mjög gott uppbrot í stað þess að sitja alltaf við tölvuna. Það var miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona skapandi heldur en að vera alltaf að læra og fara í próf og gera ritgerðir og svoleiðis, sérstaklega svona í fjarnáminu,“ segja vinkonurnar og taka fram að uppáhalds persónur þeirra séu Hallgerður, Glúmur og Sámur. Hægt er að fræðast meira um verkefni nemenda á heimasíðu skólans
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent