Fullkomið verkefni um Brennu-Njáls sögu á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2020 20:05 Elín Una, íslenskukennari á Laugarvatni ásamt þeim Laufeyju, Jónínu og Signýju, nemendum skólans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögupersónur Brennu Njáls sögu hafa öðlast nýtt líf í meðförum nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem unnu nokkur myndbönd um söguna í stað þess að sitja í kennslustund og læra söguna þar, því það er bannað vegna heimsfaraldursins. Kennarinn segir verkefnið hafa heppnast fullkomlega. Elín Una Jónsdóttir, sem kennir íslensku í Menntaskólanum að Laugarvatni býr á prestsetrinu Hruna í Hrunamannahreppi með fjölskyldu sinni. Hún kennir heiman frá sér eins og allir aðrir kennarar skólans í gegnum tölvuna enda allt nám við skólann í fjarnámi vegna kórónuveirunnar. Hún brá á það ráð að fá nemendur til að vinna Brennu-Njálssögu í formi myndbanda og leyfa þannig hugmyndaflugi og sköpun þeirra að njóta sín á skjá og útkoman heppnaðist fullkomlega. „Það er krefjandi að vera í fjarnámi og krökkunum finnst það algjörlega. Þegar ég fann það að ég var alveg að missa þau þá hugsaði ég, þau verða að standa upp frá tölvunum. Ég lagði bara fyrir þau verkefni, látið Njálu blása ykkur í brjóst, gera eitthvað skapandi. Þau fóru út öll sömul og það komu þessi frábæru listaverk. Þau fóru að mála, þau brustu í söng, þau fóru að búa til brúðuleikhús, leika, tjá sig og túlka söguna,“ segir Elín Una. Elín Una segir að verkefni nemenda hafði tekist fullkomlega enda hafi þau öll fengið tíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elín Una segir að nemendurnir hafi komið sér mjög á óvart með verkefninu og hvað þau voru metnaðarfull og gerðu allt svo listavel til að túlka söguna. „Já, þau fengu öll tíu“. Vinkonunum Laufeyju, Jónínu og Signýju fannst mjög gaman að túlka Brennu-Njálssögu á þann hátt sem Elín Una lagði upp með. „Já, þetta var mjög gott uppbrot í stað þess að sitja alltaf við tölvuna. Það var miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona skapandi heldur en að vera alltaf að læra og fara í próf og gera ritgerðir og svoleiðis, sérstaklega svona í fjarnáminu,“ segja vinkonurnar og taka fram að uppáhalds persónur þeirra séu Hallgerður, Glúmur og Sámur. Hægt er að fræðast meira um verkefni nemenda á heimasíðu skólans Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Elín Una Jónsdóttir, sem kennir íslensku í Menntaskólanum að Laugarvatni býr á prestsetrinu Hruna í Hrunamannahreppi með fjölskyldu sinni. Hún kennir heiman frá sér eins og allir aðrir kennarar skólans í gegnum tölvuna enda allt nám við skólann í fjarnámi vegna kórónuveirunnar. Hún brá á það ráð að fá nemendur til að vinna Brennu-Njálssögu í formi myndbanda og leyfa þannig hugmyndaflugi og sköpun þeirra að njóta sín á skjá og útkoman heppnaðist fullkomlega. „Það er krefjandi að vera í fjarnámi og krökkunum finnst það algjörlega. Þegar ég fann það að ég var alveg að missa þau þá hugsaði ég, þau verða að standa upp frá tölvunum. Ég lagði bara fyrir þau verkefni, látið Njálu blása ykkur í brjóst, gera eitthvað skapandi. Þau fóru út öll sömul og það komu þessi frábæru listaverk. Þau fóru að mála, þau brustu í söng, þau fóru að búa til brúðuleikhús, leika, tjá sig og túlka söguna,“ segir Elín Una. Elín Una segir að verkefni nemenda hafði tekist fullkomlega enda hafi þau öll fengið tíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elín Una segir að nemendurnir hafi komið sér mjög á óvart með verkefninu og hvað þau voru metnaðarfull og gerðu allt svo listavel til að túlka söguna. „Já, þau fengu öll tíu“. Vinkonunum Laufeyju, Jónínu og Signýju fannst mjög gaman að túlka Brennu-Njálssögu á þann hátt sem Elín Una lagði upp með. „Já, þetta var mjög gott uppbrot í stað þess að sitja alltaf við tölvuna. Það var miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona skapandi heldur en að vera alltaf að læra og fara í próf og gera ritgerðir og svoleiðis, sérstaklega svona í fjarnáminu,“ segja vinkonurnar og taka fram að uppáhalds persónur þeirra séu Hallgerður, Glúmur og Sámur. Hægt er að fræðast meira um verkefni nemenda á heimasíðu skólans
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira