Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 23:46 Pete Buttigieg yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórn Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden. Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira