Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 08:46 Íbúar mega aðeins fá tvo gesti í heimsókn á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. Ef íbúi fer út þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga á heimilinu þar sem hann hyggst dvelja og þarf svo að fara í skimun og fá neikvæða niðurstöðu áður en hann getur fengið heimild til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Þetta kemur fram í erindi sem Hrafnista sendi á íbúa og aðstandendur. „Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar,“ segir í upphafi bréfsins. Þar segir að ljóst sé að jólahátíðin verði ekki með hefðubundnu sniði í ár en allt verði gert til að gera hana sem hátíðlegasta og notalegasta fyrir íbúa. „Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“, þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hrafnistu einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að tveir gestir megi heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum; sömu tveir gestir þessa þrjá daga. Þá megi börn undir 18 ára koma í heimsókn en þá teljist þeir annar af þessum tveimur gestum. Allir þurfi að bera andlitsgrímu en taugrímur séu óheimilar. Heimilt sé að fara með íbúa út í göngutúr en ekki í bíltúr eða heimsóknir annað. Tengd skjöl Bref_til_adstandendaPDF234KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ef íbúi fer út þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga á heimilinu þar sem hann hyggst dvelja og þarf svo að fara í skimun og fá neikvæða niðurstöðu áður en hann getur fengið heimild til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið. Þetta kemur fram í erindi sem Hrafnista sendi á íbúa og aðstandendur. „Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar,“ segir í upphafi bréfsins. Þar segir að ljóst sé að jólahátíðin verði ekki með hefðubundnu sniði í ár en allt verði gert til að gera hana sem hátíðlegasta og notalegasta fyrir íbúa. „Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“, þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Hrafnistu einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að tveir gestir megi heimsækja hvern íbúa aðfangadag, jóladag og annan í jólum; sömu tveir gestir þessa þrjá daga. Þá megi börn undir 18 ára koma í heimsókn en þá teljist þeir annar af þessum tveimur gestum. Allir þurfi að bera andlitsgrímu en taugrímur séu óheimilar. Heimilt sé að fara með íbúa út í göngutúr en ekki í bíltúr eða heimsóknir annað. Tengd skjöl Bref_til_adstandendaPDF234KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira