Guðmundur talar um byltingu á stöðu yngri leikmanna landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 15:30 Guðmundur Guðmundsson er á leið með á sitt þriðja stórmót með Ísland síðan hann tók við liðinu í þriðja sinn 2018. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson kveðst afar ánægður með þau skref sem yngri leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa tekið á síðustu árum og talar um byltingu í þeim efnum. „Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13
Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38