Konur tíðari gestir í kjörklefanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 12:42 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stingur vegabréfi sínu aftur í vasann á kjörstað þann 27. júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega 67 prósent fólks á kjörskrá greiddi atkvæði í forsetakosningunum hér á landi í sumar. Rúmlega 252 þúsund manns voru á kjörskrá eða 69,2 prósent landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9 prósent að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Kosningaþátttaka kvenna var 71,5 prósent og töluverð meiri en karla þar sem þátttakan var 62,4 prósent. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 31,1 prósent sem var töluvert hærra en í kosningunum árið 2016 þegar 23,1 prósent greiddu atkvæði í aðdraganda kjördags. Í framboði til forseta voru Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hlaut Guðni Th. Jóhannesson 92,2 prósent gildra atkvæða og var því kjörinn forseti Íslands. Kostnaður vegna forsetakosninganna í sumar nam tæpum 416 milljónum króna. Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan, árið 2016. Kosningaþátttaka hefur aðeins einu sinni verið slakari hér á landi en nú í sumar. Það var árið 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti til átta ára, fékk mótframboð frá Baldri Ágústssyni og Ástþóri MagnússyniHagstofan Kostnaður vegna forsetakosninganna 2016 nam 341 milljón króna. Ráðstafanir sem gerðar voru vegna Covid-19 fólu í sér aukinn kostnað, meðal annars ráðstöfun sem gripið var til til að fólki í sóttkví yrði gert kleift að kjósa. Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði tæpar fimm milljónir króna. Framlög Guðmundar sjálfs til framboðsins var rúmlega 1,6 milljón króna. Helsti kostnaðarliður rekstrarreikningsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður eða 3,5 milljónir króna. Guðni lagði ekki eins mikið til kosningabaráttunnar eins og sá sem skoraði hann á hólm. Kostnaður vegna framboðsins var rúmlega 1,5 milljón en rekstrartekjur hins vegar rúmar tvær milljónir. Afgangur var af framboði Guðna eða sem nam 612 þúsund krónum. Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Kostnaður vegna forsetakosninganna tæpar 416 milljónir Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan árið 2016. 2. nóvember 2020 17:04 Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna Kostningarnar kostuðu forsetann og hans stuðningssveit 1,5 milljón króna. 16. október 2020 15:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Kosningaþátttaka kvenna var 71,5 prósent og töluverð meiri en karla þar sem þátttakan var 62,4 prósent. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 31,1 prósent sem var töluvert hærra en í kosningunum árið 2016 þegar 23,1 prósent greiddu atkvæði í aðdraganda kjördags. Í framboði til forseta voru Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hlaut Guðni Th. Jóhannesson 92,2 prósent gildra atkvæða og var því kjörinn forseti Íslands. Kostnaður vegna forsetakosninganna í sumar nam tæpum 416 milljónum króna. Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan, árið 2016. Kosningaþátttaka hefur aðeins einu sinni verið slakari hér á landi en nú í sumar. Það var árið 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti til átta ára, fékk mótframboð frá Baldri Ágústssyni og Ástþóri MagnússyniHagstofan Kostnaður vegna forsetakosninganna 2016 nam 341 milljón króna. Ráðstafanir sem gerðar voru vegna Covid-19 fólu í sér aukinn kostnað, meðal annars ráðstöfun sem gripið var til til að fólki í sóttkví yrði gert kleift að kjósa. Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði tæpar fimm milljónir króna. Framlög Guðmundar sjálfs til framboðsins var rúmlega 1,6 milljón króna. Helsti kostnaðarliður rekstrarreikningsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður eða 3,5 milljónir króna. Guðni lagði ekki eins mikið til kosningabaráttunnar eins og sá sem skoraði hann á hólm. Kostnaður vegna framboðsins var rúmlega 1,5 milljón en rekstrartekjur hins vegar rúmar tvær milljónir. Afgangur var af framboði Guðna eða sem nam 612 þúsund krónum.
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Kostnaður vegna forsetakosninganna tæpar 416 milljónir Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan árið 2016. 2. nóvember 2020 17:04 Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna Kostningarnar kostuðu forsetann og hans stuðningssveit 1,5 milljón króna. 16. október 2020 15:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Kostnaður vegna forsetakosninganna tæpar 416 milljónir Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan árið 2016. 2. nóvember 2020 17:04
Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna Kostningarnar kostuðu forsetann og hans stuðningssveit 1,5 milljón króna. 16. október 2020 15:37