Öflugt sveitarstjórnarstig Bragi Þór Thoroddsen skrifar 16. desember 2020 16:01 Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur, kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrirfram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilja leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum, vegna þess að ég veiti “formennsku” fámennu sveitarfélagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim tillögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlutverk þitt sem formanns, að fara eftir því sem þingið ákvarðar, en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú þann 18. desember 2020. Fyrirfram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá lagalegri stöðu þinni og SÍS: Þú sem formaður ferð ekki með hlutverk gagnvart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu samkvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu talsmaður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapalegu vegerð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frumvarp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fer gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið málið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tímamark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitarfélögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til áréttingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þó SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins, og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórnskipan landsins, vega ályktanir þingsins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitarfélögum setur þig og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar syndrome eða heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveitarfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavíkurhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trúnaðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildarsveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfélaga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þeirra. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða bara Súðavíkurhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bómull. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur, kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrirfram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilja leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum, vegna þess að ég veiti “formennsku” fámennu sveitarfélagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim tillögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlutverk þitt sem formanns, að fara eftir því sem þingið ákvarðar, en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú þann 18. desember 2020. Fyrirfram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá lagalegri stöðu þinni og SÍS: Þú sem formaður ferð ekki með hlutverk gagnvart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu samkvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu talsmaður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapalegu vegerð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frumvarp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fer gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið málið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tímamark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitarfélögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til áréttingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þó SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins, og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórnskipan landsins, vega ályktanir þingsins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitarfélögum setur þig og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar syndrome eða heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveitarfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavíkurhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trúnaðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildarsveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfélaga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þeirra. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða bara Súðavíkurhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bómull. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun