Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 16:15 Bílaröð fyrir utan Keflavíkurflugvöll síðdegis í dag. Aðsend Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira