Telja Lewandowski augljóst val sem leikmann ársins hjá FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 13:30 Lewandowski hefur verið nær óstöðvandi undanfarna fimmtán mánuði eða svo. Pool/Getty Images Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin. Verðlaunin eru veitt fyrir frammistöðu á milli 20. júlí 2019 og 7. október 2020. Á þeim tíma hefur hinn pólski Robert Lewandowski verið nær óstöðvandi. Hefur hann leikið 52 leiki fyrir Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München á þessum tíma og skorað í þeim 60 mörk. Í gær var hann enn á ný á skotskónum og gerði sitt 250. mark í þýsku úrvalsdeildinni, og 251 markið skömmu þar á eftir. 250 pic.twitter.com/a2ZLj2693O— Robert Lewandowski (@lewy_official) December 16, 2020 Það er 20 mörkum meira en næstu menn á þeim tíma. Cristiano Ronaldo og Ciro Immobile skoruðu báðir 40 mörk. Ef leikjum með landsliði er bætt við þá hefur hinn 32 ára gamli Lewandowski leikið 58 leiki og skorað alls 64 mörk. Þá er vert að taka fram að hann var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem og Meistaradeildar Evrópu en Bayern vann báðar keppnir. Þó Lewandowski hafi ekki skorað í úrslitaleiknum þá hafði hann skorað í níu leikjum í röð þar á undan. Verðlaunin verða eins og áður sagði veitt í kvöld og það er erfitt að færa rök fyrir því að Lewandowski eigi þau ekki skilið. Lionel Messi hlaut þau fyrir ári og þá var Megan Rapinoe valin best kvenna. Fótbolti FIFA Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Verðlaunin eru veitt fyrir frammistöðu á milli 20. júlí 2019 og 7. október 2020. Á þeim tíma hefur hinn pólski Robert Lewandowski verið nær óstöðvandi. Hefur hann leikið 52 leiki fyrir Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München á þessum tíma og skorað í þeim 60 mörk. Í gær var hann enn á ný á skotskónum og gerði sitt 250. mark í þýsku úrvalsdeildinni, og 251 markið skömmu þar á eftir. 250 pic.twitter.com/a2ZLj2693O— Robert Lewandowski (@lewy_official) December 16, 2020 Það er 20 mörkum meira en næstu menn á þeim tíma. Cristiano Ronaldo og Ciro Immobile skoruðu báðir 40 mörk. Ef leikjum með landsliði er bætt við þá hefur hinn 32 ára gamli Lewandowski leikið 58 leiki og skorað alls 64 mörk. Þá er vert að taka fram að hann var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem og Meistaradeildar Evrópu en Bayern vann báðar keppnir. Þó Lewandowski hafi ekki skorað í úrslitaleiknum þá hafði hann skorað í níu leikjum í röð þar á undan. Verðlaunin verða eins og áður sagði veitt í kvöld og það er erfitt að færa rök fyrir því að Lewandowski eigi þau ekki skilið. Lionel Messi hlaut þau fyrir ári og þá var Megan Rapinoe valin best kvenna.
Fótbolti FIFA Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira