Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2020 13:23 Í frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur dreift á Alþingi um breytingar á lögreglulögum er meðal annars fjallað um heimildir til erlendra lögreglumanna til að beita lögregluvaldi á Íslandi að gefnu leyfi Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að í frumvarpi til breytinga á lögreglulögum gætu erlendir lögreglumenn sem hingað komi farið með lögregluvald á Íslandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði eftir nánari útskýringum á mögulegum valdheimildum erlendra lögreglumanna á Íslandi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Hvaða heimildir gætu þeir fengið? Hvaða rök standa að baki veitingu slíkra heimilda,“ spurði Þórhildur Sunna. „Hér er um að ræða alþjóðlegt samstarf og atriði sem við þurfum að skýra gagnvart löndum í kringum okkur, þegar þarf en það hafi verið skipti milli lögregluyfirvalda milli landa. Komi þá að alþjóðlegri aðstoð. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf fyrst og fremst,“ sagði dómsmálaráðherra. Þórhildur Sunna vildi hins vegar fá nánari útskýringar á því hvað fælist í því lögregluvaldi sem stæði til að gefa erlendum lögreglumönnum. Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að erlendir lögreglumenn geti komið hingað fyrirvaralaust og starfað með lögregluvaldi.Vísir/Vilhelm Hvað geta þeir gert? Vegna þess að samkvæmt orðalaginu virðist mér það að minnsta kosti mögulegt að bandarískir alríkislögreglumenn gætu elt uppi íslenskan hakkara eða þýskir lögreglumenn gætu mætt með Sheffer hundana sína á seyðisfjarðarhöfn. Nú eða namebískir lögreglumenn gætu ráðist í húsleit og handtökur á Dalvík,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði að kveðið væri á um að Ríkislögreglustjóri gæti heimilað að erlendir lögreglumenn sem kæmu hingað færu með lögregluvald og að dómsmálaráðherra væri heimilt að setja nánari reglur um slíkt samstarf. „Þetta verður ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að hér geti bara komið lögreglumenn og haft lögregluvald án þess að það sé nokkurs konar skýrt af íslenskum yfirvöldum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Lögreglumál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að í frumvarpi til breytinga á lögreglulögum gætu erlendir lögreglumenn sem hingað komi farið með lögregluvald á Íslandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði eftir nánari útskýringum á mögulegum valdheimildum erlendra lögreglumanna á Íslandi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Hvaða heimildir gætu þeir fengið? Hvaða rök standa að baki veitingu slíkra heimilda,“ spurði Þórhildur Sunna. „Hér er um að ræða alþjóðlegt samstarf og atriði sem við þurfum að skýra gagnvart löndum í kringum okkur, þegar þarf en það hafi verið skipti milli lögregluyfirvalda milli landa. Komi þá að alþjóðlegri aðstoð. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf fyrst og fremst,“ sagði dómsmálaráðherra. Þórhildur Sunna vildi hins vegar fá nánari útskýringar á því hvað fælist í því lögregluvaldi sem stæði til að gefa erlendum lögreglumönnum. Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að erlendir lögreglumenn geti komið hingað fyrirvaralaust og starfað með lögregluvaldi.Vísir/Vilhelm Hvað geta þeir gert? Vegna þess að samkvæmt orðalaginu virðist mér það að minnsta kosti mögulegt að bandarískir alríkislögreglumenn gætu elt uppi íslenskan hakkara eða þýskir lögreglumenn gætu mætt með Sheffer hundana sína á seyðisfjarðarhöfn. Nú eða namebískir lögreglumenn gætu ráðist í húsleit og handtökur á Dalvík,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði að kveðið væri á um að Ríkislögreglustjóri gæti heimilað að erlendir lögreglumenn sem kæmu hingað færu með lögregluvald og að dómsmálaráðherra væri heimilt að setja nánari reglur um slíkt samstarf. „Þetta verður ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að hér geti bara komið lögreglumenn og haft lögregluvald án þess að það sé nokkurs konar skýrt af íslenskum yfirvöldum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira