Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. desember 2020 07:00 Það getur verið ágætis leið að þróast í starfi að prófa að sinna starfinu eins og stjórnandi myndi gera. Vísir/Getty Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? En hvernig getum við þjálfað okkur í að verða eftirsótt til vinnu? Jú, ein leiðin er að sinna starfinu okkar eins og stjórnandi myndi gera. Hér eru fimm atriði sem hver og einn getur æft sig í. 1. Að sýna (oftar) frumkvæði Það segir enginn forstjóranum hvað hann á að gera á daginn en starf stjórnenda er langt frá því að felast í verkefnum sem aðeins teljast spennandi og skemmtileg. Hér er mælt með því að fólk sýni frumkvæði, þótt það þýði að stundum þurfi að fara út fyrir þægindarrammann. T.d. að bjóðast til að taka að sér verkefni sem þér finnst ekki spennandi eða jafnvel erfið. En þú gerir þau samt. 2. Að vera hvetjandi liðsmaður Samstarf og samvinna er eitthvað sem samstarfsfólkið þitt þarf að upplifa frá þér alla vinnudaga. Að hlusta á samstarfsfólkið þitt, bjóða fram aðstoð ef þarf, hrósa, hvetja og sýna verkefnum annarra áhuga eru allt atriði sem skipta máli. Að hugleiða traust í þessu samhengi er mikilvægt og ekki sjálfgefið. Samstarfsfólkið þitt þarf að treysta þér fyrir verkefnum. 3. Að biðja um aðstoð Góðir leiðtogar kunna að biðja um aðstoð. Enda er enginn okkar sem veit allt, kann allt eða getur allt. Lykilatriði er því að biðja um aðstoð í vinnunni þegar þú þarft á að halda. Sumir veigra sér við þessu, kannski af feimni en stundum af óöryggi. Það þarf hins vegar enginn að skammast sín fyrir það að biðja stundum um aðstoð. Þvert á móti getur það að biðja um aðstoð verið góð leið til að sýna samstarfsfólkinu þínu að þú ert fús til að læra eitthvað nýtt. 4. Að hlusta Eitt af lykilatriðum stjórnenda er að kunna að hlusta vel. Að hlusta, afla upplýsinga og taka upplýsta ákvörðun í framhaldinu. Þetta á reyndar við um öll störf. Sölumaður lærir til dæmis fljótt að til að ná árangri í sölu þarf hann fyrst og fremst að hlusta á það hvað viðskiptavinurinn vill eða hverju hann er að leita eftir. Að kunna að hlusta vel skilar alltaf góðum árangri. Að sama skapi þurfum við að spyrja spurninga ef og þegar þess þarf. Fólk sem veigrar sér við því að spyrja spurninga, t.d. af feimni eða óöryggi, þarf að þjálfa sig í að spyrja. Þeir sem eru duglegir við að spyrja spurninga, þurfa að passa sig á að hlusta fyrst og spyrja svo. Því margir falla í þá gryfju að hlusta ekki en grípa frammí með spurningum. 5. Að taka af skarið Daglega þurfa stjórnendur að taka af skarið með eitthvað. Það sama þarft þú að gera sem starfsmaður. Þetta gæti stundum þýtt að þér finnist eins og þú sért að taka einhverja „áhættu." Þessi tilfinning skýrist reyndar oftast af óttanum við að gera mistök. En til að þróast áfram í starfi er það alltaf reynslan sem skilar mestu. Líka sú reynsla að læra af mistökum sínum. Starfsframi Tengdar fréttir Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En hvernig getum við þjálfað okkur í að verða eftirsótt til vinnu? Jú, ein leiðin er að sinna starfinu okkar eins og stjórnandi myndi gera. Hér eru fimm atriði sem hver og einn getur æft sig í. 1. Að sýna (oftar) frumkvæði Það segir enginn forstjóranum hvað hann á að gera á daginn en starf stjórnenda er langt frá því að felast í verkefnum sem aðeins teljast spennandi og skemmtileg. Hér er mælt með því að fólk sýni frumkvæði, þótt það þýði að stundum þurfi að fara út fyrir þægindarrammann. T.d. að bjóðast til að taka að sér verkefni sem þér finnst ekki spennandi eða jafnvel erfið. En þú gerir þau samt. 2. Að vera hvetjandi liðsmaður Samstarf og samvinna er eitthvað sem samstarfsfólkið þitt þarf að upplifa frá þér alla vinnudaga. Að hlusta á samstarfsfólkið þitt, bjóða fram aðstoð ef þarf, hrósa, hvetja og sýna verkefnum annarra áhuga eru allt atriði sem skipta máli. Að hugleiða traust í þessu samhengi er mikilvægt og ekki sjálfgefið. Samstarfsfólkið þitt þarf að treysta þér fyrir verkefnum. 3. Að biðja um aðstoð Góðir leiðtogar kunna að biðja um aðstoð. Enda er enginn okkar sem veit allt, kann allt eða getur allt. Lykilatriði er því að biðja um aðstoð í vinnunni þegar þú þarft á að halda. Sumir veigra sér við þessu, kannski af feimni en stundum af óöryggi. Það þarf hins vegar enginn að skammast sín fyrir það að biðja stundum um aðstoð. Þvert á móti getur það að biðja um aðstoð verið góð leið til að sýna samstarfsfólkinu þínu að þú ert fús til að læra eitthvað nýtt. 4. Að hlusta Eitt af lykilatriðum stjórnenda er að kunna að hlusta vel. Að hlusta, afla upplýsinga og taka upplýsta ákvörðun í framhaldinu. Þetta á reyndar við um öll störf. Sölumaður lærir til dæmis fljótt að til að ná árangri í sölu þarf hann fyrst og fremst að hlusta á það hvað viðskiptavinurinn vill eða hverju hann er að leita eftir. Að kunna að hlusta vel skilar alltaf góðum árangri. Að sama skapi þurfum við að spyrja spurninga ef og þegar þess þarf. Fólk sem veigrar sér við því að spyrja spurninga, t.d. af feimni eða óöryggi, þarf að þjálfa sig í að spyrja. Þeir sem eru duglegir við að spyrja spurninga, þurfa að passa sig á að hlusta fyrst og spyrja svo. Því margir falla í þá gryfju að hlusta ekki en grípa frammí með spurningum. 5. Að taka af skarið Daglega þurfa stjórnendur að taka af skarið með eitthvað. Það sama þarft þú að gera sem starfsmaður. Þetta gæti stundum þýtt að þér finnist eins og þú sért að taka einhverja „áhættu." Þessi tilfinning skýrist reyndar oftast af óttanum við að gera mistök. En til að þróast áfram í starfi er það alltaf reynslan sem skilar mestu. Líka sú reynsla að læra af mistökum sínum.
Starfsframi Tengdar fréttir Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01
Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00
Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00