KR gæti leitað til Alþjóða íþróttadómstólsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 15:35 KR-ingar eru ekki sáttir með hvernig Íslandsmótið í knattspyrnu endaði. Vísir/Bára Formaður knattspyrnudeildar KR segir félagið hafa tæmt allar leiðir innanlands og því sé eina sem félagið geti gert að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi mál félagsins í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun á Sport-FM. KR-ingar eru ekki á allt sáttir með hvernig Íslandsmótinu hér á landi var slitið vegna kórónufaraldursins. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Stöð 2/Einar Árnason Þeir hafa nú leitað allra þeirra leiða sem hægt er hér á landi og því lítið annað í boði en að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. „Við erum búin að tæma allar leiðir á Íslandi, eina leiðin sem við eigum eftir er að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. Mér finnst mjög líklegt að við gerum það en það liggur ekki enn fyrir endanleg ákvörðunar stjórnar. Ég hef rætt við einstaka stjórnarmenn og tel meiri líkur en minni að við látum reyna á þetta,“ sagði Páll í þættinum. „Við höfum ekki endalausan tíma til að bregðast við og þurfum að gera það innan þriggja vikna frá því að dómur fellur,“ bætti hann við. Páll, sem er lögfræðingur að mennt, tók einnig fram að hann beri virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla. Það sé hins vegar réttur KR að leita út fyrir landsteinana með málið til þess að fá í það endanlega niðurstöðu. Aðspurður út í samskipti Fram og Knattspyrnusambands Íslands í gær sagði Páll töluvert til í málflutningi Framara. „Fannst margt til í þessu hjá Fram. Það þarf einhverjar breytingar á þessu dómstólakerfi. Það er alveg rétt sem þeir segja í sinni yfirlýsingu að það er eitthvað að þegar menn geta ekki fengið efnislega niðurstöðu í ágreiningi félaga við stjórn.“ „Eins og ég hef sagt áður finnst mér ekki eðlileg afstaða stjórnar að fara fram á frávísun hjá áfrýjunardómstóli.“ Telur að umhverfi dómstóla verði til umfjöllunar á komandi ársþingi KSÍ „Ég tel það nauðsynlegt að endurskoða þetta dómstóla umhverfi sem KSÍ býður upp á. Það er ljóst að það arf að eiga sér stað einhver umræða um það á þessu þingi og reikna ég með að KSÍ muni eiga frumkvæðið að slíkri endurskoðun. Þeir þurfa að geta tekið á alvöru málum líka og þessi afgreiðsla er búin að vera algerlega fráleit, burt séð frá efnislegri niðurstöðu.“ „Þessi hringlandi háttur í kringum þetta og kröfur sambandsins um frávísun. Auðvitað þarf að fjalla efnislega um mál og fá skjóta afgreiðslu. Þessi mál hafa farið fram og til baka í allt að þrjá mánuði frá því ákvörðun KSÍ lá líklega fyrir. Þetta er ekki nægilega gott og það þarf að bæta úr þessu,“ sagði Páll að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn KR KSÍ Tengdar fréttir KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. 16. desember 2020 18:13 Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi mál félagsins í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun á Sport-FM. KR-ingar eru ekki á allt sáttir með hvernig Íslandsmótinu hér á landi var slitið vegna kórónufaraldursins. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Stöð 2/Einar Árnason Þeir hafa nú leitað allra þeirra leiða sem hægt er hér á landi og því lítið annað í boði en að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. „Við erum búin að tæma allar leiðir á Íslandi, eina leiðin sem við eigum eftir er að leita til Alþjóða íþróttadómstólsins. Mér finnst mjög líklegt að við gerum það en það liggur ekki enn fyrir endanleg ákvörðunar stjórnar. Ég hef rætt við einstaka stjórnarmenn og tel meiri líkur en minni að við látum reyna á þetta,“ sagði Páll í þættinum. „Við höfum ekki endalausan tíma til að bregðast við og þurfum að gera það innan þriggja vikna frá því að dómur fellur,“ bætti hann við. Páll, sem er lögfræðingur að mennt, tók einnig fram að hann beri virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla. Það sé hins vegar réttur KR að leita út fyrir landsteinana með málið til þess að fá í það endanlega niðurstöðu. Aðspurður út í samskipti Fram og Knattspyrnusambands Íslands í gær sagði Páll töluvert til í málflutningi Framara. „Fannst margt til í þessu hjá Fram. Það þarf einhverjar breytingar á þessu dómstólakerfi. Það er alveg rétt sem þeir segja í sinni yfirlýsingu að það er eitthvað að þegar menn geta ekki fengið efnislega niðurstöðu í ágreiningi félaga við stjórn.“ „Eins og ég hef sagt áður finnst mér ekki eðlileg afstaða stjórnar að fara fram á frávísun hjá áfrýjunardómstóli.“ Telur að umhverfi dómstóla verði til umfjöllunar á komandi ársþingi KSÍ „Ég tel það nauðsynlegt að endurskoða þetta dómstóla umhverfi sem KSÍ býður upp á. Það er ljóst að það arf að eiga sér stað einhver umræða um það á þessu þingi og reikna ég með að KSÍ muni eiga frumkvæðið að slíkri endurskoðun. Þeir þurfa að geta tekið á alvöru málum líka og þessi afgreiðsla er búin að vera algerlega fráleit, burt séð frá efnislegri niðurstöðu.“ „Þessi hringlandi háttur í kringum þetta og kröfur sambandsins um frávísun. Auðvitað þarf að fjalla efnislega um mál og fá skjóta afgreiðslu. Þessi mál hafa farið fram og til baka í allt að þrjá mánuði frá því ákvörðun KSÍ lá líklega fyrir. Þetta er ekki nægilega gott og það þarf að bæta úr þessu,“ sagði Páll að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn KR KSÍ Tengdar fréttir KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. 16. desember 2020 18:13 Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. 16. desember 2020 18:13
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó