Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2020 23:11 Bærinn Auðnar er í Vesturbyggð en þaðan er 78 kílómetra akstur með börnin í skóla á Patreksfirði. Styttra er til Þingeyrar, 74 kílómetrar. Ef skólinn á Birkimel væri starfandi væri 38 kílómetra akstur þangað frá Auðnum. Kort/Hafsteinn Þórðarson Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. Í fréttum Stöðvar 2 var aftur fjallað um fjölskylduna sem flutti í vor inn í nýtt hús að Auðnum í Kjálkafirði. Þau eru með þrjú börn, þar af tvö á leik- og grunnskólaaldri, 2ja og 6 ára. En þá vaknaði spurningin: Hvert áttu börnin að fara í skóla? Það flækir málin að fyrir fjórum árum lokaði bæjarstjórn Vesturbyggðar sveitaskólanum á Birkimel vegna fækkunar barna á Barðaströnd. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, er amma barnanna á Auðnum.Egill Aðalsteinsson „Því var lofað að opna hann aftur þegar tækifæri gæfist til. Nú eru komin tólf börn í sveitina, þrjú á skólaaldri og restin alveg niður í nokkurra daga gamalt. Og það á ekki að gera neitt,“ segir Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi og amma barnanna á Auðnum. Hún segir að verið sé að aka börnunum yfir stórhættulegar heiðar, til Patreksfjarðar um Kleifaheiði og Raknadalshlíð, þar sem snjóflóð séu tíð. Frá Patreksfirði. Grunnskólinn er með rauðu þökunum ofan við kirkjuna fyrir aftan sundlaugina og iþróttahúsið.Egill Aðalsteinsson Vesturbyggð býður foreldrum í sveitunum upp á skólaakstur á Patreksfjörð. Þau á Auðnum sáu hins vegar Þingeyri sem skárri valkost eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. „Síðan eru þeir að vinna í því að gera Dynjandisheiðina að alvöru vegi. Og hún á að vera opin núna allan veturinn eða fimm daga í viku,“ segir pabbi barnanna, Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður. Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhúsið í Kjálkafirði.Egill Aðalsteinsson Frá Auðnum að gamla skólahúsinu á Birkimel eru 38 kílómetrar, til Patreksfjarðar 78 kílómetrar en til Þingeyrar 74 kílómetrar. Valgerður á Auðshaugi, amma barnanna, segir að akstur á Patreksfjörð þýði í reynd þriggja tíma veru barnanna í skólabíl á dag, sem aki börnunum heim á bæi og síðast að Auðnum. Með því að pabbinn aki þeim á Þingeyri séu þetta tveir tímar. Frá Þingeyri. Grunnskólinn sést fremst fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson „Þau fara með sín börn á Þingeyri. Það er aðeins styttra. Og svo þegar vegurinn verður orðinn góður yfir Dynjandisheiðina – vonandi 2-3 ár kannski í það – þá verður þetta bara miklu betri leið. Miklu betra að fara þessa leið heldur en vestur eftir,“ segir Valgerður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2016 um lokun skólans á Barðaströnd: Einnig var fjallað um byggðina á Barðaströnd og skólann á Birkimel í þættinum Um land allt árið 2014, sem sjá má hér: Skóla - og menntamál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var aftur fjallað um fjölskylduna sem flutti í vor inn í nýtt hús að Auðnum í Kjálkafirði. Þau eru með þrjú börn, þar af tvö á leik- og grunnskólaaldri, 2ja og 6 ára. En þá vaknaði spurningin: Hvert áttu börnin að fara í skóla? Það flækir málin að fyrir fjórum árum lokaði bæjarstjórn Vesturbyggðar sveitaskólanum á Birkimel vegna fækkunar barna á Barðaströnd. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, er amma barnanna á Auðnum.Egill Aðalsteinsson „Því var lofað að opna hann aftur þegar tækifæri gæfist til. Nú eru komin tólf börn í sveitina, þrjú á skólaaldri og restin alveg niður í nokkurra daga gamalt. Og það á ekki að gera neitt,“ segir Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi og amma barnanna á Auðnum. Hún segir að verið sé að aka börnunum yfir stórhættulegar heiðar, til Patreksfjarðar um Kleifaheiði og Raknadalshlíð, þar sem snjóflóð séu tíð. Frá Patreksfirði. Grunnskólinn er með rauðu þökunum ofan við kirkjuna fyrir aftan sundlaugina og iþróttahúsið.Egill Aðalsteinsson Vesturbyggð býður foreldrum í sveitunum upp á skólaakstur á Patreksfjörð. Þau á Auðnum sáu hins vegar Þingeyri sem skárri valkost eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. „Síðan eru þeir að vinna í því að gera Dynjandisheiðina að alvöru vegi. Og hún á að vera opin núna allan veturinn eða fimm daga í viku,“ segir pabbi barnanna, Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður. Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhúsið í Kjálkafirði.Egill Aðalsteinsson Frá Auðnum að gamla skólahúsinu á Birkimel eru 38 kílómetrar, til Patreksfjarðar 78 kílómetrar en til Þingeyrar 74 kílómetrar. Valgerður á Auðshaugi, amma barnanna, segir að akstur á Patreksfjörð þýði í reynd þriggja tíma veru barnanna í skólabíl á dag, sem aki börnunum heim á bæi og síðast að Auðnum. Með því að pabbinn aki þeim á Þingeyri séu þetta tveir tímar. Frá Þingeyri. Grunnskólinn sést fremst fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson „Þau fara með sín börn á Þingeyri. Það er aðeins styttra. Og svo þegar vegurinn verður orðinn góður yfir Dynjandisheiðina – vonandi 2-3 ár kannski í það – þá verður þetta bara miklu betri leið. Miklu betra að fara þessa leið heldur en vestur eftir,“ segir Valgerður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2016 um lokun skólans á Barðaströnd: Einnig var fjallað um byggðina á Barðaströnd og skólann á Birkimel í þættinum Um land allt árið 2014, sem sjá má hér:
Skóla - og menntamál Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. 16. desember 2020 22:46