Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 06:42 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt. vísir/egill Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira