Klofið Samband Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. desember 2020 14:31 Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun