Forsmekkur af Super Bowl í NFL-deildinni í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2020 12:01 Patrick Mahomes með Andy Reid þjálfara. Þeir hafa gert frábæra hluti saman. Vísir/Getty Það verður mjög flottur leikur í NFL-deildinni í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld þegar New Orleans Saints tekur á móti meisturum Kansas City Chiefs. Kansas City Chiefs og New Orleans Saints eru án vafa tvö af bestu liðum NFL-deildarinnar í ár en það hafa þau bæði sýnt með því að vinna tíu leiki í fyrstu þrettán umferðunum. Það er því spennan fyrir leik liðanna í kvöld. Það er ljóst að þau munu ekki geta mæst í úrslitakeppninni fyrr en í fyrsta lagi í sjálfum Super Bowl leiknum í febrúar. Sumir spámenn sjá jafnvel það fyrir sér að þessi leikur í kvöld gæti verið forsmekkur af leik liðanna í Super Bowl í byrjun febrúar á næsta ári. Kansas City Chiefs er nú efsta liðið í Ameríkudeildinni með tólf sigra og aðeins eitt tap en New Orleans Saints er við hlið Green Bay Packers á toppi Þjóðardeildarinnar með tíu sigra og þrjú töp. Best odds to make the Super Bowl:1. Chiefs - 43%2. Saints - 29%3. Packers - 25%4. Steelers - 18% pic.twitter.com/0HMLyTnaVy— PFF (@PFF) December 11, 2020 Meistararnir í Kansas City Chiefs unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi og hafa ekki tapað síðan að liðið lá óvænt á móti Las Vegas Raiders í október. New Orleans Saints var líka á mikilli sigurgöngu og hafði unnið níu leiki í röð þegar kom að leiknum við Philadelphia Eagles um síðustu helgi. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var að hugsa um að velja Patrick Mahomes í nýliðvalinu 2017 sem eftirmann Drew Brees. Chiefs átti valréttinn á undan og valdi Mahomes. Mahomes hefur síðan umbreyst í besta leikmann deildarinnar og leiddi Kansas City Chiefs til NFL-titilsins á síðustu leiktíð. Drew Brees var þarna 38 ára gamall en hann er enn að spila. Fjöldi rifbeinsbrota hafa hins vegar komið í veg fyrir að Drew Brees hafi spilað undanfarna fjóra leiki Saints-liðsins. Brees er sagður allur að braggast en það var samt búist við því að Sean Payton taki enga áhættu og tefli áfram fram Taysom Hill. Annað hefur komið á daginn því Brees mun spila þennan mikilvæga leik. Since the start of 2018, no team has a better record than the Chiefs and Saints, who have each gone 36-9 and meet on Sunday. pic.twitter.com/CgO6mc30Io— Field Yates (@FieldYates) December 15, 2020 Saints-liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum með Taysom Hill sem leikstjórnanda en hann vill miklu frekat hlaupa með boltann sjálfur en að kasta honum fram völlinn og er því í raun algjör andstæða Drew Brees. Frábær vörn og góður hlaupaleikur hafa aftur á móti séð til þess að New Orleans Saints hefur lifað nokkuð góðu lífi án Drew Brees. Stóra prófið er vissulega í kvöld á móti gríðarlega sterku lið meistaranna. Það er alltaf mikil veisla þegar Patrick Mahomes mætir til leiks enda von á bombu í hverri sókn og oftast öruggt að liðið hans skori mikið í sínum leik. We rarely see games as good as Chiefs vs. Saints this late in the season. pic.twitter.com/jRRlmYs7cn— Field Yates (@FieldYates) December 17, 2020 Útsending frá leik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og New England Patriots á sömu rás. Útsending frá honum hefst klukkan 17.55. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Kansas City Chiefs og New Orleans Saints eru án vafa tvö af bestu liðum NFL-deildarinnar í ár en það hafa þau bæði sýnt með því að vinna tíu leiki í fyrstu þrettán umferðunum. Það er því spennan fyrir leik liðanna í kvöld. Það er ljóst að þau munu ekki geta mæst í úrslitakeppninni fyrr en í fyrsta lagi í sjálfum Super Bowl leiknum í febrúar. Sumir spámenn sjá jafnvel það fyrir sér að þessi leikur í kvöld gæti verið forsmekkur af leik liðanna í Super Bowl í byrjun febrúar á næsta ári. Kansas City Chiefs er nú efsta liðið í Ameríkudeildinni með tólf sigra og aðeins eitt tap en New Orleans Saints er við hlið Green Bay Packers á toppi Þjóðardeildarinnar með tíu sigra og þrjú töp. Best odds to make the Super Bowl:1. Chiefs - 43%2. Saints - 29%3. Packers - 25%4. Steelers - 18% pic.twitter.com/0HMLyTnaVy— PFF (@PFF) December 11, 2020 Meistararnir í Kansas City Chiefs unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi og hafa ekki tapað síðan að liðið lá óvænt á móti Las Vegas Raiders í október. New Orleans Saints var líka á mikilli sigurgöngu og hafði unnið níu leiki í röð þegar kom að leiknum við Philadelphia Eagles um síðustu helgi. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var að hugsa um að velja Patrick Mahomes í nýliðvalinu 2017 sem eftirmann Drew Brees. Chiefs átti valréttinn á undan og valdi Mahomes. Mahomes hefur síðan umbreyst í besta leikmann deildarinnar og leiddi Kansas City Chiefs til NFL-titilsins á síðustu leiktíð. Drew Brees var þarna 38 ára gamall en hann er enn að spila. Fjöldi rifbeinsbrota hafa hins vegar komið í veg fyrir að Drew Brees hafi spilað undanfarna fjóra leiki Saints-liðsins. Brees er sagður allur að braggast en það var samt búist við því að Sean Payton taki enga áhættu og tefli áfram fram Taysom Hill. Annað hefur komið á daginn því Brees mun spila þennan mikilvæga leik. Since the start of 2018, no team has a better record than the Chiefs and Saints, who have each gone 36-9 and meet on Sunday. pic.twitter.com/CgO6mc30Io— Field Yates (@FieldYates) December 15, 2020 Saints-liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum með Taysom Hill sem leikstjórnanda en hann vill miklu frekat hlaupa með boltann sjálfur en að kasta honum fram völlinn og er því í raun algjör andstæða Drew Brees. Frábær vörn og góður hlaupaleikur hafa aftur á móti séð til þess að New Orleans Saints hefur lifað nokkuð góðu lífi án Drew Brees. Stóra prófið er vissulega í kvöld á móti gríðarlega sterku lið meistaranna. Það er alltaf mikil veisla þegar Patrick Mahomes mætir til leiks enda von á bombu í hverri sókn og oftast öruggt að liðið hans skori mikið í sínum leik. We rarely see games as good as Chiefs vs. Saints this late in the season. pic.twitter.com/jRRlmYs7cn— Field Yates (@FieldYates) December 17, 2020 Útsending frá leik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og New England Patriots á sömu rás. Útsending frá honum hefst klukkan 17.55. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira