Almannavarnir eru að stækka rýmingarsvæði í bænum og biðja fólk sem er á rýmingarsvæði að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðini í Herðubreið eða hringja í 1717. Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út og eru á leið á vettvang svo og lögreglumenn víða af landinu.
Rýma á nú svokallað A-svæði samkvæmt ofanflóðahættumati. A-svæði nær yfir Botnahlíð, Bröttuhlíð, Múlaveg, hluta Túngötu, Hluta Miðtúns, Brekkuvegs, Baugsvegs, hluta Austurvegs, Hafnargötu og Fossgötu.