Innlent

Of margir á staðnum og gestir með leiðindi við lög­reglu

Sylvía Hall skrifar
Lögregla sinnti göngueftirliti í miðbænum í gærkvöldi.
Lögregla sinnti göngueftirliti í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan sinnti göngueftirliti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem staðan var tekin á veitingahúsum bæjarins. Sérstaklega var hugað að þeim stöðum sem fengu athugasemdir síðustu helgi en samkvæmt dagbók lögreglu var ástandið almennt mjög gott. Einn staður var þó rýmdur vegna brota á samkomubanni.

„Rekstraraðilar virtust vera búnir að ná tökum á þeim reglum sem nú eru í gildi. Flestir veitingastaðanna voru í 3-4 sótthólfum og starfsmenn lögðu sig fram við að framfylgja reglum um sóttvarnir,“ segir í dagbók lögreglu.

Sá staður sem var rýmdur var með of marga gesti, en lögregla hafði afskipti af honum á ellefta tímanum í gær. Þá hafði lögreglu borist tilkynning um brot á sóttvarnalögum á veitingahúsi í miðbænum. Skömmu fyrir klukkan ellefu mætti lögregla á vettvang og voru þá þrettán inni.

Að sögn lögreglu var mikil ölvun hjá gestum. Nokkrir voru með leiðindi við lögreglumenn, en staðurinn var rýmdur og skýrsla rituð um brotið.

Þá fengu nokkrir staðir ábendingar um það sem betur mátti fara og voru til að mynda tveir starfsmenn í eldhúsi minntir á rétta grímunotkun. Öðrum stað var gert að setja upp betri merkingar um salerni.


Tengdar fréttir

Á­hyggju­fullur yfir smærri hópa­myndunum um jólin

Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×