Sport

Góður dagur hjá Aroni í gær þrátt fyrir tap landsliðsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Þormar Lárusson er íþróttamaður ársins hjá Fylki árið 2020.
Aron Þormar Lárusson er íþróttamaður ársins hjá Fylki árið 2020. KEYNATURA

Íslenska karlalandsliðið í eFótbolta tapaði í gær naumlega fyrir Noregi í vináttulandsleik en lokatölur urðu 2-1.

Andreas Bakken hafði betur gegn Bjarka Má Sigurðssyni, 2-1, og Alexander Aron Hannesson tapaði í framlengingu gegn Lasse Nielsen, 4-3. Aron Þormar Lárusson vann hins vegar sinn leik en hann hafði betur gegn Jørgen Haugeland, 2-0.

Íslenska liðið stóð í norska liðinu og gott betur en það. Norska liðið er talið eitt það betra í þessari uppsetningu svo íslenska liðið sýndi hversu langt þeir hafa náð.

Aron Þormar var svo kjörinn íþróttakarl ársins hjá Fylki. Þetta var tilkynnt í gær en alls voru fjórir karlar tilnefndir. Aron hefur átt einkar gott ár; lenti í 2. sæti á Reykjavíkurleikunum, öðru sæti í Íslandsmótinu í vor og stóð svo uppi sem sigurvegari í úrvalsdeildinni í eFótbolta.

Íþróttakona ársins hjá Fylki var knattspyrnukonan Bryndís Arna Níelsdóttir sem átti frábært tímabil með Fylki í Pepsi Max deild kvenna og var valin einnig valinn í íslenska A-landsliðið.

Kjör á íþróttafólki Fylkis fyrir árið 2020 var tilkynnt í dag föstudaginn 18.desember. Tilnefndar voru fjórar konur og...

Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Föstudagur, 18. desember 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×