„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 18:08 Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. Stöð 2 Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens. Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens.
Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00