Með hendur í skauti Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. desember 2020 14:31 Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun