Sagðir vilja nota ásakanir um svindl til að draga úr kjörsókn Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 16:01 Repúblikanar eru sagðir leita leiða til að gera fólki erfiðara að kjósa. AP/Luis M. Alvarez Repúblikanar í ríkjum Bandaríkjanna sem hafa reynst mikilvæg í kosningum eru sagðir vilja gera fólki erfiðara að kjósa. Til þess vilja þeir nota ásakanir Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans um að umfangsmikið samsæri og kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningum síðasta mánaðar. Það er þrátt fyrir að þær ásakanir að lang mestu reynst innihaldslausar og engum árangri skilað í tugum dómsmála, eru Repúblikanar að leita leiða til að nota þær ásakanir til að gera fólki erfiðara að kjósa í Pennsylvaínu, Georgíu og Wisconsin. Það hefur einnig komið til umræðu í Texas, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Í samtali við Reuters segir Kristen Clarke, forseti samtakanna Lawyers Committee for Civil Rights Under Law, að svo virðist sem Repúblikanar ætli sér að vinna markvisst að því að grafa undan kosningarétti Bandaríkjamanna á næstunni og þar að auki þeim mikla árangri sem hafi náðst á þessu ári í að gera fólki auðveldara að kjósa. Talsmaður Landsnefndar Repúblikana sagði þessar ásakanir rangar. Það þurfi að fylgja lögum um kosningar svo Bandaríkjamenn hafi trú á niðurstöður þeirra og að Repúblikanaflokkurinn myndi aldrei hætta að berjast fyrir frjálsum og sanngjörnum kosningum. Grafa sjálfir undan kosningum Það eru þó Repúblikanar sjálfir sem hafa gert meira en nokkrir aðrir í að grafa undan trúverðugleika kosninga í Bandaríkjunum. Á þeim fáu vikum frá því kosningarnar fóru fram hefur Trump tekist að sannfæra tugi milljóna stuðningsmanna sinna um að kosningunum hafi verið stolið af honum og þeim. Í Washington Post er það orðað á þá leið að Trump hafi sannfært stuðningsmenn sína um að trúa lygi og það hafi hann gert með stuðningi fjölmiðla sem eru honum hliðhollir og Repúblikana á þingi og víðar sem hafi gefið ásökunum hans byr undir báða vængi. Dómarar, bæði í tilteknum ríkjum og á alríkissviðinu, og jafnvel dómarar sem voru skipaðir í embætti af Trump, hafa nú hafnað eða vísað frá rúmlega 50 dómsmálum vegna þessara ásakana Trump-liða. Sérfræðingar og embættismenn segja engar vísbendingar til um nokkurs konar kosningasvik á þeim skala sem Trump-liðar hafa talað um og gæti kostað Joe Biden sigurinn í kosningum. Þessar ásakanir hafa meðal annars leitt til þess að embættismönnum hafa borist alvarlegar hótanir. Sjá einnig: Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu Alls greiddum um 158 milljónir Bandaríkjamanna atkvæði í kosningunum sem er metkjörsókn. Fjöldi ríkja höfðu þá breytt reglum og lögum til að gera fólki auðveldara að greiða utankjörfundaratkvæði, eins og póstatkvæði. Þingmenn hafa áhuga Bandamenn Trumps á þingi eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á að draga úr þessari þróun. Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, er einn þeirra. Á nefndarfundi í síðustu viku sagði hann að kosningunum hafi í raun verið stolið en færði þó engin rök fyrir því. Hann hélt svipaða ræðu í sjónvarpsviðtali seinna í vikunni um að kosningunum hefði verið stolið og skammaðist hann yfir því að verið væri að senda út utankjörfundaratkvæðaseðla í aðdraganda aukakosninganna í Georgíu í næsta mánuði, þar sem barist er um tvö sæti í öldungadeildinni og meirihluta þar. Hann sagði það atriði vera mikilvægast. Að verið væri að senda kjósendum kjörseðla. Hann hefði miklar áhyggjur af því að ef kjósendur, sem tækju sjaldan þátt í kosningum, greiddu atkvæði, myndi það breyta niðurstöðunni. Þá sló öldungadeildarþingmaðurinn á svipaða strengi nýverið þegar hann sagði í viðtali við Fox að ef Repbúlikanar næðu ekki böndum á póstatkvæði, myndu Repúblikanar eiga erfiðara með að ná kjöri. Byrjaði að staðhæfa um svindl árið 2016 Ásakanir um kosningasvik hófust löngu fyrir kosningarnar sjálfar. Trump gerði slíkt hið sama fyrir kosningarnar árið 2016. Hann staðhæfði að „kerfið“ ynni gegn honum að stillti hann kosningabaráttu sinni upp á þann veg að hann væri að berjast gegn „djúpríki“ vinstri sinnaðra embættismanna. Trump staðhæfði meira að segja eftir kosningarnar 2016, sem hann vann, að umfangsmikið kosningasvindl væri eina ástæða þess að hann hefði ekki fengið fleiri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton. Lengi lá fyrir að fjöldi svokallaðra póstatkvæða yrði töluvert meiri í kosningunum í nóvember en í síðasta mánuði. Þá hefur einnig legið lengi fyrir að kjósendur Demókrataflokksins væru mun líklegri til að nýta sér slíka atkvæði en kjósendur Trump. Þá að miklu leyti vegna þess að Trump sagði stuðningsmönnum sínum ítrekað að greiða ekki atkvæði í gegnum póst. Samhliða því að hann gróf undan póstatkvæðum sjálfum var Trump sakaður um að grafa undan bandaríska Póstinum og viðurkenndi hann fyrir kosningarnar að hann væri mótfallin auknu fjármagni til Póstsins svo stofnunin ætti erfiðara með að bregðast við auknu álagi í tengslum við kosningarnar. Þvingaði mann út af veginum og hótaði með byssu Í aðdraganda forsetakosninganna var Mark A. Aguirre, einkaspæjari og fyrrerandi yfirlögregluþjónn, að rannsaka mögulegan undirbúning kosningasvindls í Texas. Hann var nýverið ákærður fyrir að þvinga viðgerðarmann út af vegi í Houston, hóta honum með skotvopni og þvinga hann til að opna sendiferðabíl sinn. Aguirre er sagður hafa verið sannfærður um að viðgerðarmaðurinn sem heitir David Lopez-Zuniga hafi verið að flytja um 750 þúsund falska póstatkvæðaseðla sem búið væri að merkja með fingraförum barna af rómönskum uppruna, svo ekki væri hægt að rekja fingraförin. Í bílnum voru varahlutir í loftræstingarkerfi. Þetta gerðist 19. október og var Aguirre að rannsaka þetta meinta stórfellda kosningasvindl á vegum samtaka íhaldsmanna sem Steven F. Hotze, auðugur íhaldsmaður, stýrir. Hann hefur höfðað fjölda mála vegna forsetakosninganna sem flestum hefur verið vísað frá. Í einu slíku skrifaði Aguirre undir eiðsvarna yfirlýsingu að Demókratar væru að flytja allt að 700 þúsund falska kosningaseðla um ríkið til að stela kosningunum. Það var í september. Samtökin greiddu 20 einkaspæjurum margar milljónir til að rannsaka sambærilegar samsæriskenningar í aðdraganda kosninganna. Rannsakendur samtakanna hafa engar sannanir fundið. Samkvæmt Washington Post segist Aguirre saklaus og lögmaður hans segir ákæruna gegn honum vera pólitíska. Í samtali við blaðamann sagði Aguirre að honum væri sama um almenningsálit og að hann væri í baráttu gegn spilltum embættismönnum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. 12. desember 2020 09:11 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Það er þrátt fyrir að þær ásakanir að lang mestu reynst innihaldslausar og engum árangri skilað í tugum dómsmála, eru Repúblikanar að leita leiða til að nota þær ásakanir til að gera fólki erfiðara að kjósa í Pennsylvaínu, Georgíu og Wisconsin. Það hefur einnig komið til umræðu í Texas, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Í samtali við Reuters segir Kristen Clarke, forseti samtakanna Lawyers Committee for Civil Rights Under Law, að svo virðist sem Repúblikanar ætli sér að vinna markvisst að því að grafa undan kosningarétti Bandaríkjamanna á næstunni og þar að auki þeim mikla árangri sem hafi náðst á þessu ári í að gera fólki auðveldara að kjósa. Talsmaður Landsnefndar Repúblikana sagði þessar ásakanir rangar. Það þurfi að fylgja lögum um kosningar svo Bandaríkjamenn hafi trú á niðurstöður þeirra og að Repúblikanaflokkurinn myndi aldrei hætta að berjast fyrir frjálsum og sanngjörnum kosningum. Grafa sjálfir undan kosningum Það eru þó Repúblikanar sjálfir sem hafa gert meira en nokkrir aðrir í að grafa undan trúverðugleika kosninga í Bandaríkjunum. Á þeim fáu vikum frá því kosningarnar fóru fram hefur Trump tekist að sannfæra tugi milljóna stuðningsmanna sinna um að kosningunum hafi verið stolið af honum og þeim. Í Washington Post er það orðað á þá leið að Trump hafi sannfært stuðningsmenn sína um að trúa lygi og það hafi hann gert með stuðningi fjölmiðla sem eru honum hliðhollir og Repúblikana á þingi og víðar sem hafi gefið ásökunum hans byr undir báða vængi. Dómarar, bæði í tilteknum ríkjum og á alríkissviðinu, og jafnvel dómarar sem voru skipaðir í embætti af Trump, hafa nú hafnað eða vísað frá rúmlega 50 dómsmálum vegna þessara ásakana Trump-liða. Sérfræðingar og embættismenn segja engar vísbendingar til um nokkurs konar kosningasvik á þeim skala sem Trump-liðar hafa talað um og gæti kostað Joe Biden sigurinn í kosningum. Þessar ásakanir hafa meðal annars leitt til þess að embættismönnum hafa borist alvarlegar hótanir. Sjá einnig: Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu Alls greiddum um 158 milljónir Bandaríkjamanna atkvæði í kosningunum sem er metkjörsókn. Fjöldi ríkja höfðu þá breytt reglum og lögum til að gera fólki auðveldara að greiða utankjörfundaratkvæði, eins og póstatkvæði. Þingmenn hafa áhuga Bandamenn Trumps á þingi eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á að draga úr þessari þróun. Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, er einn þeirra. Á nefndarfundi í síðustu viku sagði hann að kosningunum hafi í raun verið stolið en færði þó engin rök fyrir því. Hann hélt svipaða ræðu í sjónvarpsviðtali seinna í vikunni um að kosningunum hefði verið stolið og skammaðist hann yfir því að verið væri að senda út utankjörfundaratkvæðaseðla í aðdraganda aukakosninganna í Georgíu í næsta mánuði, þar sem barist er um tvö sæti í öldungadeildinni og meirihluta þar. Hann sagði það atriði vera mikilvægast. Að verið væri að senda kjósendum kjörseðla. Hann hefði miklar áhyggjur af því að ef kjósendur, sem tækju sjaldan þátt í kosningum, greiddu atkvæði, myndi það breyta niðurstöðunni. Þá sló öldungadeildarþingmaðurinn á svipaða strengi nýverið þegar hann sagði í viðtali við Fox að ef Repbúlikanar næðu ekki böndum á póstatkvæði, myndu Repúblikanar eiga erfiðara með að ná kjöri. Byrjaði að staðhæfa um svindl árið 2016 Ásakanir um kosningasvik hófust löngu fyrir kosningarnar sjálfar. Trump gerði slíkt hið sama fyrir kosningarnar árið 2016. Hann staðhæfði að „kerfið“ ynni gegn honum að stillti hann kosningabaráttu sinni upp á þann veg að hann væri að berjast gegn „djúpríki“ vinstri sinnaðra embættismanna. Trump staðhæfði meira að segja eftir kosningarnar 2016, sem hann vann, að umfangsmikið kosningasvindl væri eina ástæða þess að hann hefði ekki fengið fleiri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton. Lengi lá fyrir að fjöldi svokallaðra póstatkvæða yrði töluvert meiri í kosningunum í nóvember en í síðasta mánuði. Þá hefur einnig legið lengi fyrir að kjósendur Demókrataflokksins væru mun líklegri til að nýta sér slíka atkvæði en kjósendur Trump. Þá að miklu leyti vegna þess að Trump sagði stuðningsmönnum sínum ítrekað að greiða ekki atkvæði í gegnum póst. Samhliða því að hann gróf undan póstatkvæðum sjálfum var Trump sakaður um að grafa undan bandaríska Póstinum og viðurkenndi hann fyrir kosningarnar að hann væri mótfallin auknu fjármagni til Póstsins svo stofnunin ætti erfiðara með að bregðast við auknu álagi í tengslum við kosningarnar. Þvingaði mann út af veginum og hótaði með byssu Í aðdraganda forsetakosninganna var Mark A. Aguirre, einkaspæjari og fyrrerandi yfirlögregluþjónn, að rannsaka mögulegan undirbúning kosningasvindls í Texas. Hann var nýverið ákærður fyrir að þvinga viðgerðarmann út af vegi í Houston, hóta honum með skotvopni og þvinga hann til að opna sendiferðabíl sinn. Aguirre er sagður hafa verið sannfærður um að viðgerðarmaðurinn sem heitir David Lopez-Zuniga hafi verið að flytja um 750 þúsund falska póstatkvæðaseðla sem búið væri að merkja með fingraförum barna af rómönskum uppruna, svo ekki væri hægt að rekja fingraförin. Í bílnum voru varahlutir í loftræstingarkerfi. Þetta gerðist 19. október og var Aguirre að rannsaka þetta meinta stórfellda kosningasvindl á vegum samtaka íhaldsmanna sem Steven F. Hotze, auðugur íhaldsmaður, stýrir. Hann hefur höfðað fjölda mála vegna forsetakosninganna sem flestum hefur verið vísað frá. Í einu slíku skrifaði Aguirre undir eiðsvarna yfirlýsingu að Demókratar væru að flytja allt að 700 þúsund falska kosningaseðla um ríkið til að stela kosningunum. Það var í september. Samtökin greiddu 20 einkaspæjurum margar milljónir til að rannsaka sambærilegar samsæriskenningar í aðdraganda kosninganna. Rannsakendur samtakanna hafa engar sannanir fundið. Samkvæmt Washington Post segist Aguirre saklaus og lögmaður hans segir ákæruna gegn honum vera pólitíska. Í samtali við blaðamann sagði Aguirre að honum væri sama um almenningsálit og að hann væri í baráttu gegn spilltum embættismönnum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. 12. desember 2020 09:11 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. 12. desember 2020 09:11