Átta sig fyrst núna á hve hræðilegt þetta var - og er Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 16:17 Bryndís Steinþórsdóttir segist ekki hafa áttað sig á því hve hræðileg eyðileggingin væri fyrr en sá hana með eigin augum. Vísir Seyðfirðingarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Stefán Ómar Magnússon sneru aftur heim til sín í dag eftir að bærinn var rýmdur á föstudag. Þau segja það hafa verið erfitt að koma aftur og sjá það sem blasir við. „Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
„Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira