Átta sig fyrst núna á hve hræðilegt þetta var - og er Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 16:17 Bryndís Steinþórsdóttir segist ekki hafa áttað sig á því hve hræðileg eyðileggingin væri fyrr en sá hana með eigin augum. Vísir Seyðfirðingarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Stefán Ómar Magnússon sneru aftur heim til sín í dag eftir að bærinn var rýmdur á föstudag. Þau segja það hafa verið erfitt að koma aftur og sjá það sem blasir við. „Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira