Biden fékk bóluefnið í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 21:04 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var bólusettur í daag. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. Biden heimsótti sjúkrahús í bænum Newark í Delaware-ríki þar sem hjúkrunarfræðingur að nafni Tabe Masa sprautaði bóluefni Pfizer og BioNTech í hægri handlegg hins verðandi forseta Vika er liðin frá því að bólusetningar á forgangshópum hófust í Bandaríkjunum en stutt er síðan Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti neyðarleyfi svo að bólusetning með bóluefni Pfizer gæti hafist í Bandaríkjunum. Það fór vel á með þeim Masa og Biden á meðan sú fyrrnefnda undirbjó sprautuna sem er sú fyrri af tveimur sem þarf til að ná 95 prósent virkni gegn veirunni. Ekki hefur verið greint frá því hvenær síðari bólusetning Bidens fer fram. Myndavélarnar fylgdust grannt með þegar Biden var sprautaður en helstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu beint frá viðburðinum. „Ég er að gera þetta til þess að sýna fram á að Bandaríkjamenn eiga að vera reiðubúnir þegar tækifærið gefst að fá bóluefnið. Það er algjörlega óþarft að hafa áhyggjur,“ sagði Biden. WATCH: President-elect Biden receives coronavirus vaccine."I’m doing this to demonstrate that people should be prepared when it’s available to take the vaccine." pic.twitter.com/YBpcOE38O5— MSNBC (@MSNBC) December 21, 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í talsverðum vexti í Bandaríkjunum í vetur en alls hafa yfir 150 þúsund manns greinst með veiruna daglega undanfarna daga. Frá því í vor hafa 17,9 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 318 þúsund hafa látist. Biden hefur sagt að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti forseta að dreifa bóluefni til Bandaríkjamanna eins fljótt og auðið er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Biden heimsótti sjúkrahús í bænum Newark í Delaware-ríki þar sem hjúkrunarfræðingur að nafni Tabe Masa sprautaði bóluefni Pfizer og BioNTech í hægri handlegg hins verðandi forseta Vika er liðin frá því að bólusetningar á forgangshópum hófust í Bandaríkjunum en stutt er síðan Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti neyðarleyfi svo að bólusetning með bóluefni Pfizer gæti hafist í Bandaríkjunum. Það fór vel á með þeim Masa og Biden á meðan sú fyrrnefnda undirbjó sprautuna sem er sú fyrri af tveimur sem þarf til að ná 95 prósent virkni gegn veirunni. Ekki hefur verið greint frá því hvenær síðari bólusetning Bidens fer fram. Myndavélarnar fylgdust grannt með þegar Biden var sprautaður en helstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu beint frá viðburðinum. „Ég er að gera þetta til þess að sýna fram á að Bandaríkjamenn eiga að vera reiðubúnir þegar tækifærið gefst að fá bóluefnið. Það er algjörlega óþarft að hafa áhyggjur,“ sagði Biden. WATCH: President-elect Biden receives coronavirus vaccine."I’m doing this to demonstrate that people should be prepared when it’s available to take the vaccine." pic.twitter.com/YBpcOE38O5— MSNBC (@MSNBC) December 21, 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í talsverðum vexti í Bandaríkjunum í vetur en alls hafa yfir 150 þúsund manns greinst með veiruna daglega undanfarna daga. Frá því í vor hafa 17,9 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 318 þúsund hafa látist. Biden hefur sagt að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti forseta að dreifa bóluefni til Bandaríkjamanna eins fljótt og auðið er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33