Svona reiðir maður fram hátíðarveganeftirrétt Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 13:31 Júlía Sif þekkir veganréttina mjög vel. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í ellefta þættinum fer Júlía Sif yfir það hvernig hægt er að reiða fram girnilega vegan hátíðareftirrétt. Klippa: Svona reiðir maður fram hátíðarveganeftirrétt Ljúffengur hátíðareftirréttur ● Lakkrístoppar ○ 9 msk aquafaba (vökvinn sem er úr dós af kjúklingabaunum) ○ 300 gr púðursykur ○ 150 gr vegan pralín súkkulaði frá Nóa Síríus ● 1 ferna vegan rjómi sem hægt er að þeyta (t.d. Rjóminn frá Aito) ● Jarðarber ● Bláber ● 1 plata vegan pralín súkkulaðið frá Nóa síríus Aðferð: Byrjið á því að baka lakkrístoppana Hitið ofninn í 150 gráður. Þeytið aquafaba (kjúklingabaunavökvan) í hrærivél á hæsta styrk þar til það verður að þykkri froðu. Því lengur sem það er þeytt því betra Bætið púðursykrinum mjög hægt út í, sirka 1 msk í einu, á meðan að hrærivélin hrærir á miðlungs styrk. Setjið hrærivélina á hæsta styrk þegar allur púðursykurinn er komin út í og hrærið þar til það verður mjög stíft og hægt er að hvolfa skálinni án þess að deigið hreyfist neitt til að lekur úr skálinni. Saxið súkkulaðið niður og veltið því saman við deigið varlega með sleikju. Setjið litla toppa á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 150 gráðu heitum ofni í 16 mínútur. Leyfið toppunum að kólna á plötunni í sirka 15 mínútur áður en þeir eru teknir af henni. Til að útbúa eftirréttinn, þeytið þið rjómann og skerið niður súkkulaðið og berin. Myljið sirka 10 til 12 litla toppa út í rjómann og hrærið saman við ásamt niðurskornum berjunum og súkkulaðinu. Eða raðið hráefnunum í falleg glös í lögum eins og sýnt er í þættinum. Lífið er ljúffengt Jól Matur Uppskriftir Eftirréttir Jólamatur Vegan Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í ellefta þættinum fer Júlía Sif yfir það hvernig hægt er að reiða fram girnilega vegan hátíðareftirrétt. Klippa: Svona reiðir maður fram hátíðarveganeftirrétt Ljúffengur hátíðareftirréttur ● Lakkrístoppar ○ 9 msk aquafaba (vökvinn sem er úr dós af kjúklingabaunum) ○ 300 gr púðursykur ○ 150 gr vegan pralín súkkulaði frá Nóa Síríus ● 1 ferna vegan rjómi sem hægt er að þeyta (t.d. Rjóminn frá Aito) ● Jarðarber ● Bláber ● 1 plata vegan pralín súkkulaðið frá Nóa síríus Aðferð: Byrjið á því að baka lakkrístoppana Hitið ofninn í 150 gráður. Þeytið aquafaba (kjúklingabaunavökvan) í hrærivél á hæsta styrk þar til það verður að þykkri froðu. Því lengur sem það er þeytt því betra Bætið púðursykrinum mjög hægt út í, sirka 1 msk í einu, á meðan að hrærivélin hrærir á miðlungs styrk. Setjið hrærivélina á hæsta styrk þegar allur púðursykurinn er komin út í og hrærið þar til það verður mjög stíft og hægt er að hvolfa skálinni án þess að deigið hreyfist neitt til að lekur úr skálinni. Saxið súkkulaðið niður og veltið því saman við deigið varlega með sleikju. Setjið litla toppa á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 150 gráðu heitum ofni í 16 mínútur. Leyfið toppunum að kólna á plötunni í sirka 15 mínútur áður en þeir eru teknir af henni. Til að útbúa eftirréttinn, þeytið þið rjómann og skerið niður súkkulaðið og berin. Myljið sirka 10 til 12 litla toppa út í rjómann og hrærið saman við ásamt niðurskornum berjunum og súkkulaðinu. Eða raðið hráefnunum í falleg glös í lögum eins og sýnt er í þættinum.
Lífið er ljúffengt Jól Matur Uppskriftir Eftirréttir Jólamatur Vegan Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira