Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 11:22 Gísli var formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins þar til í síðustu viku. GAMMA Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. „Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins. GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins.
GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira