Erlent

Hófu skothríð eftir að þeim var vísað af strippstað fyrir að vera ekki með grímur

Samúel Karl Ólason skrifar
Nekktardansstaðir mega vera opnir ef þeir bjóða upp á mat, samkvæmt sóttvarnareglum Kaliforníu.
Nekktardansstaðir mega vera opnir ef þeir bjóða upp á mat, samkvæmt sóttvarnareglum Kaliforníu. Vísir/Getty

Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákært þrjá menn sem skutu úr árásarriffli á nektardansstað í Anaheim, eftir að þeir höfðu verið reknir þaðan út. Mennirnir og vinir þeirra höfðu neitað að vera með grímur og var hent út.

Þetta var að morgni laugardagsins 31. okóber, hrekkjavöku, og sneru mennirnir aftur skömmu seinna. Þá voru þeir vopnaðir AK-47 árasarrifli og samkvæmt frétt NBC News skutu þeir fimmtán skotum í húsnæði nektardansstaðarins.

Þrír særðust í árásinni en lögreglan segir það kraftaverk að enginn hafi dáið. Rúmlega 30 manns hafi verið á staðnum og mennirnir hafi skotið af handahófi.

Þrír menn úr hópnum hafa verið ákærðir, eftir að þeir voru handteknir í síðustu viku. Það eru þeir Edgar Nava-Ayala (34), Daniel Juvenal Ocampo (22), sem eiga báðir lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, og Juan Jose Acosta-Soto (20) sem gæti verið dæmdur í allt að sautján ára fangelsi.

Í frétt Washington Post segir að víða um Bandaríkin hafi komið til skotárása vegna deilna um grímur á undanförnum mánuðum. Í maí hafi öryggisvörður í verslun verið skotinn til bana eftir að hann meinaði konu inngöngu í verslunina þar sem barn hennar hafi ekki verið með grímu.

Í sama mánuði hafi maður sem reyndi að fara grímulaus um borð í strætó í San Antonio í Texas skotið annan farþegar sem sagði að hann þyrfti að vera með grímu. Sá lifði af en særðist alvarlega. Þó hleypti maður úr byssu sinni fyrir utan tóbaksverslun í Pennsylvaníu eftir að hann hafði verið beðinn um að vera með grímu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×