Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 18:29 Uğur Şahin er forstjóri BioNTech. Andreas Arnold/picture alliance via Getty Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54
Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20