Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2020 10:00 Valur er eitt af liðunum þremur sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari á síðasta áratug. Hin eru KR og FH. Vísir/Bára Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla Pepsi Max-deild karla Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira