Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2020 15:41 Heilbrigðisráðherrann sagði málið áhyggjuefni þar sem nýja afbrigðið virtist dreifa sér hraðar og hafa stökkbreyst meira en önnur afbrigði SARS-CoV-2. epa/Will Oliver Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15
Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44