Stóri Ben þarf að stappa stálinu í sína menn fyrir stórt próf í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 10:01 Það er óvenjulega mikil press á Ben Roethlisberger og félögum í Pittsburgh Steelers í dag þrátt fyrir að sæti í úrslitakeppninni sé tryggt. Getty/Bryan M. Bennett Fyrir aðeins nokkrum vikum leit lið Pittsburgh Steelers út fyrir að vera eitt besta lið NFL-deildarinnar. Nú 25 dögum eftir ellefta sigurinn í röð hefur ýmislegt breyst. Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira