Kirkja Sigmundar Davíðs Bjarni Karlsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun