Enski boltinn

Leik E­ver­ton og Manchester City frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Jesus og Kyle Walker eru báðir með kórónuveiruna.
Gabriel Jesus og Kyle Walker eru báðir með kórónuveiruna. Martin Rickett/Getty Images

Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna  kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City.

Liðin áttu að mætast í kvöld í mikilvægum leik. Með sigri hefði Everton farið upp að hlið Liverpool á toppi deildarinnar en City hefði jafnað Everton að stigum með sigri. Nú er ljóst að leikurinn mun ekki fara fram vegna mögulegra útbreiðslu smita í herbúðum City.

Gabriel Jesus og Kyle Walker greindust báðir með kórónuveiruna sem og þrír starfsmenn að því virðist en svo segir í frétt Daily Mail um málið.

Leikmennirnir greindust á jóladag en vegna nýrra smita starfsmanna félagsins hefur þurft að fresta leik kvöldsins er liðið hefur allt farið í sjálfskipaða sóttkví tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×