Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 06:51 Frá afhendingu fyrstu bóluefnaskammtanna frá Pfizer í gær. Alls komu 10 þúsund skammtar sem rúmast í kössunum tveimur sem sjást á myndinni. Vísir/Egill Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en bólusetning gegn Covid-19 hefst klukkan níu í dag þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir. Fram hefur komið að fólk verði ekki skyldað í bólusetningu en stjórnvöld vonast til að sem flestir láti bólusetja sig til að ná upp hjarðónæmi gegn sjúkdómnum. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna eru 34 prósent þeirra sem svar mjög fylgjandi því að gera bólusetningu að skyldu og 24 prósent eru frekar sammála. Tæplega fjórðungur er ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda; tíu prósent eru mjög ósammála og fjórtán prósent frekar ósammála. Þá eru fjórtán prósent sem segjast hvorki sammála né ósammála og fjögur prósent taka ekki afstöðu. Að því er segir í frétt Fréttablaðsins eru íbúar á landsbyggðinni líklegri en höfuðborgarbúar til þess að vera sammála því að bólusetningin eigi að vera skylda eða 65 prósent á móti 58 prósentum. Þá eru einstaklingar 65 ára og eldri líklegastir til að vera fylgjandi bólusetningarskyldu eða alls 70 prósent. Mesta andstaðan við bólusetningarskyldu er hins vegar í aldurshópnum 45 til 54 ára. Þar eru 30 prósent á móti en 53 prósent fylgjandi. Andstaðan meiri eftir því sem menntunarstig er hærra Eina mynstrið sem sjá má í niðurstöðum könnunarinnar er að andstaðan við bólusetningarskyldu verður meiri eftir því sem menntunarstig er hærra. Þannig er 31 prósent fólks sem er með framhaldsmenntun úr háskóla ósammála því að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda. 51 prósent er fylgjandi skyldu. 20 prósent fólks með grunnskólapróf eru aftur á móti andsnúin bólusetningarskyldu á meðan 67 prósent þeirra eru fylgjandi. Þá er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem svöruð. Kjósendur Pírata og Vinstri grænna eru líklegastir til að styðja bólusetningarskyldu, eða 66 og 65 prósent. Mesta andstaðan hjá kjósendum Miðflokksins 63 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru fylgjandi og ellefu prósent á móti, 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi bólusetningarskyldu og 25 prósent á móti. 31 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti bólusetningarskyldu en 58 prósent eru henni fylgjandi og eru tölurnar svipaðar hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Mesta andstaðan við að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda er hjá kjósendum Miðflokksins. Á meðal þeirra eru 34 prósent á móti en 60 prósent fylgjandi. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna og var svartíminn frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Alls svaraði 1.331, eða 52,8 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skoðanakannanir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira