„Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 11:01 Haukur Páll Sigurðsson og Davíð Þór Viðarsson. Skjámynd/S2 Sport Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. Nú er búið að kynna átta leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Davíðs Þórs og Hauks Páls eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson, Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem talað er við leikmennina sjálfa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum. Var alltof óþolinmóður Davíð Þór Viðarsson er 36 ára miðjumaður sem lagði skóna á hilluna eftir 2019 tímabilið. Hann var þá þriðji leikjahæsti FH-ingurinn í efstu deild með 240 leiki. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH-liðinu þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. „Ég var alltof óþolinmóður í mínum liðum erlendis þegar ég var ekki endilega að fá að spila. Ég vildi þá strax komast í burtu í staðinn fyrir að gefa hlutnum tíma og annað slíkt. Það er helsta eftirsjáin en ég get ekki séð eftir miklu hérna heima með FH,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. „Ég hefði vilja endað á titli árið 2019 þegar við fórum í bikarúrslitaleik á móti Víkingi en þú verður bara að sætta þig við það að ef þú spilar ekki betur en við gerðum í þeim leik þá áttu ekki skilið að vinna,“ sagði Davíð Þór. „Ég var sigursæll hérna heima á Íslandi og var í sigursælu liði. Ég mjög stóran þátt í velgengni FH frá aldarmótum. Það er helst það sem maður er stoltur af að hafa tekið þátt í því að gera FH að stórveldi,“ sagði Davíð Þór en það má sjá brot úr umfjölluninni um Davíð Þór hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Þór Viðarsson Tómas Þór Þórðarson talaði líka um Davíð Þór. „Þegar ég hugsa um FH þá hugsa ég um Davíð Þór Viðarsson,“ sagði Tómas Þór en síðan mátti sjá brot frá ferli Davíðs með FH-liðinu. „Það er þetta hryggjarstykki og þessi menning sem þeir hafa búið til inn í klefanum hjá FH sem skilaði þeim miklu. Ég hef séð að það hefur verið erfitt fyrir þá hingað til að fylla skarð Davíðs,“ sagði Reynir Leósson. „Ef þú ert að spá í harða, skottækni eða mörk þá er hann ekki þar. Sem einn áhrifaríkasti leikmaðurinn myndi ég klárlega segja að hann sé á topplistanum þar. Maður sá bara mun á FH-liðinu þegar hann ekki með. Það vantaði einhverja festu og einhverja stjórn, sagði Sigurvin Ólafsson. „Davíð Þór Viðarsson er í þessu liði af því að mínu mati er hann besti leikmaður þessa áratugar. Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni, var gjörsamlega óstöðvandi, fyrirliði mesta stórveldisins yfir þennan tíma. Davíð er einn albesti leikmaður sem við höfum séð í efstu deild. Algjör drottnari,“ sagði Tómas Þór. Engar brjálæðislegar breytingar Haukur Páll Sigurðsson er 33 ára miðjumaður sem hefur spilað með Valsmönnum í áratug eftir að hafa byrjað ferilinn hjá Þrótti. Haukur Páll hefur orðið þrisvar Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari sem fyrirliði Valsliðsins og er orðinn fjórði leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild með 194 leiki. „Þetta var stórfurðulegt tímabil. Við æfðum virkilega vel í vetur og æfðum stundum tvisvar á dag, bæði á morgnanna og seinni partinn. Svo komu fullt af stoppum inn í þetta tímabil og það tók alveg á að þurfa að hlaupa einn um Elliðárdalinn,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson. „Svo loksins þegar maður fékk að byrja aftur þá fékk maður bara að vera í mánuð á venjulegum æfingum og þá kom annað stopp. Svo var tímabilið ekki klárað,“ sagði Haukur Páll. „Ég vil alveg halda því fram að við séum verðskuldaðir sigurvegarar. Við vorum með fínt forskot á FH en það hefði allt geta gerst. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Páll sem varð spurður út í þá ákvörðun að skipta Ólafi Jóhannessyni út fyrir Heimi Guðjónsson. „Þetta var bara ákvörðun sem klúbburinn tók að skipta um þjálfarateymi. Óli og Bjössi áttu frábæran tíma á Hlíðarenda en við leikmennirnir vorum staðráðnir í að standa okkur betur og fara að berjast aftur um titla. Þetta nýja þjálfarateymi hefur komið frábærlega inn,“ sagði Haukur Páll en það má sjá klippu með viðtalinu við hann hér fyrir neðan. Klippa: Haukur Páll Sigurðsson „Það voru engar brjálæðislegar breytingar sem voru gerðar en þeir komu virkilega flottir inn. Við leikmennirnir vissum að við áttum virkilega slæmt tímabilið árið á undan og hver og einn þurfti að líta í eigin barm og hugsa um sjálfan sig og hvað menn hefðu getað gert betur. Mér fannst við gera það frábærlega með hjálp nýs þjálfarateymis sem hafa komið frábærlega inn í klúbbinn,“ sagði Haukur Páll. Tómas Þór Þórðarson talaði líka um Hauk Pál. „Sigurbjörg Hreiðarsson sagði einu sinni við mig að Haukur Páll Sigurðsson væru leikmaður sem hann gæti horfi í augun á rétt áður en farið væru út á völl. Sigurbjörn sagði: Þetta er leikmaður sem ég væri tilbúinn að taka með mér í stríð. Þannig hef ég alltaf litið á Hauk Pál síðan,“ sagði Tómas Þór Þórðarson. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Nú er búið að kynna átta leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Davíðs Þórs og Hauks Páls eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson, Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem talað er við leikmennina sjálfa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum. Var alltof óþolinmóður Davíð Þór Viðarsson er 36 ára miðjumaður sem lagði skóna á hilluna eftir 2019 tímabilið. Hann var þá þriðji leikjahæsti FH-ingurinn í efstu deild með 240 leiki. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH-liðinu þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. „Ég var alltof óþolinmóður í mínum liðum erlendis þegar ég var ekki endilega að fá að spila. Ég vildi þá strax komast í burtu í staðinn fyrir að gefa hlutnum tíma og annað slíkt. Það er helsta eftirsjáin en ég get ekki séð eftir miklu hérna heima með FH,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. „Ég hefði vilja endað á titli árið 2019 þegar við fórum í bikarúrslitaleik á móti Víkingi en þú verður bara að sætta þig við það að ef þú spilar ekki betur en við gerðum í þeim leik þá áttu ekki skilið að vinna,“ sagði Davíð Þór. „Ég var sigursæll hérna heima á Íslandi og var í sigursælu liði. Ég mjög stóran þátt í velgengni FH frá aldarmótum. Það er helst það sem maður er stoltur af að hafa tekið þátt í því að gera FH að stórveldi,“ sagði Davíð Þór en það má sjá brot úr umfjölluninni um Davíð Þór hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Þór Viðarsson Tómas Þór Þórðarson talaði líka um Davíð Þór. „Þegar ég hugsa um FH þá hugsa ég um Davíð Þór Viðarsson,“ sagði Tómas Þór en síðan mátti sjá brot frá ferli Davíðs með FH-liðinu. „Það er þetta hryggjarstykki og þessi menning sem þeir hafa búið til inn í klefanum hjá FH sem skilaði þeim miklu. Ég hef séð að það hefur verið erfitt fyrir þá hingað til að fylla skarð Davíðs,“ sagði Reynir Leósson. „Ef þú ert að spá í harða, skottækni eða mörk þá er hann ekki þar. Sem einn áhrifaríkasti leikmaðurinn myndi ég klárlega segja að hann sé á topplistanum þar. Maður sá bara mun á FH-liðinu þegar hann ekki með. Það vantaði einhverja festu og einhverja stjórn, sagði Sigurvin Ólafsson. „Davíð Þór Viðarsson er í þessu liði af því að mínu mati er hann besti leikmaður þessa áratugar. Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni, var gjörsamlega óstöðvandi, fyrirliði mesta stórveldisins yfir þennan tíma. Davíð er einn albesti leikmaður sem við höfum séð í efstu deild. Algjör drottnari,“ sagði Tómas Þór. Engar brjálæðislegar breytingar Haukur Páll Sigurðsson er 33 ára miðjumaður sem hefur spilað með Valsmönnum í áratug eftir að hafa byrjað ferilinn hjá Þrótti. Haukur Páll hefur orðið þrisvar Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari sem fyrirliði Valsliðsins og er orðinn fjórði leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild með 194 leiki. „Þetta var stórfurðulegt tímabil. Við æfðum virkilega vel í vetur og æfðum stundum tvisvar á dag, bæði á morgnanna og seinni partinn. Svo komu fullt af stoppum inn í þetta tímabil og það tók alveg á að þurfa að hlaupa einn um Elliðárdalinn,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson. „Svo loksins þegar maður fékk að byrja aftur þá fékk maður bara að vera í mánuð á venjulegum æfingum og þá kom annað stopp. Svo var tímabilið ekki klárað,“ sagði Haukur Páll. „Ég vil alveg halda því fram að við séum verðskuldaðir sigurvegarar. Við vorum með fínt forskot á FH en það hefði allt geta gerst. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Páll sem varð spurður út í þá ákvörðun að skipta Ólafi Jóhannessyni út fyrir Heimi Guðjónsson. „Þetta var bara ákvörðun sem klúbburinn tók að skipta um þjálfarateymi. Óli og Bjössi áttu frábæran tíma á Hlíðarenda en við leikmennirnir vorum staðráðnir í að standa okkur betur og fara að berjast aftur um titla. Þetta nýja þjálfarateymi hefur komið frábærlega inn,“ sagði Haukur Páll en það má sjá klippu með viðtalinu við hann hér fyrir neðan. Klippa: Haukur Páll Sigurðsson „Það voru engar brjálæðislegar breytingar sem voru gerðar en þeir komu virkilega flottir inn. Við leikmennirnir vissum að við áttum virkilega slæmt tímabilið árið á undan og hver og einn þurfti að líta í eigin barm og hugsa um sjálfan sig og hvað menn hefðu getað gert betur. Mér fannst við gera það frábærlega með hjálp nýs þjálfarateymis sem hafa komið frábærlega inn í klúbbinn,“ sagði Haukur Páll. Tómas Þór Þórðarson talaði líka um Hauk Pál. „Sigurbjörg Hreiðarsson sagði einu sinni við mig að Haukur Páll Sigurðsson væru leikmaður sem hann gæti horfi í augun á rétt áður en farið væru út á völl. Sigurbjörn sagði: Þetta er leikmaður sem ég væri tilbúinn að taka með mér í stríð. Þannig hef ég alltaf litið á Hauk Pál síðan,“ sagði Tómas Þór Þórðarson. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01