Enski boltinn

Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Magalhães, varnarmaður Arsenal, er með Covid-19.
Gabriel Magalhães, varnarmaður Arsenal, er með Covid-19. EPA-EFE/Glyn Kirk

Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni.

Enska úrvalsdeildin skimar leikmenn og starfsfólk félaganna sem í henni leika reglulega. Niðurstöður skimunar sem fram fór í síðustu viku sýndi fram á að alls eru 18 smitaðir. Þar af eru þeir Gabriel Jesus og Kyle Walker, leikmenn Manchester City. 

Átti liðið að mæta Everton í gærkvöld en fresta þurfti leiknum vegna smithættu í herbúðum City-liðsins. Þá voru einnig tveir starfsmenn City smitaðir.

Alls fóru 1479 manns – leikmenn og starfslið – í skimun í síðustu viku. Átján af þeim reyndust smitaðir sem er hæsta tala frá því úrvalsdeildin hóf að skima alla sem koma að félögum deildarinnar.

Sheffield United hefur staðfest metfjölda smita í sínum herbúðum en gefur ekki upp nein nöfn. Arsenal hefur einnig staðfest að Gabriel Magalhães, varnarmaður liðsins, sé smitaður.

Einnig hefur leikjum í neðri deildum Englands verið frestað vegna fjölda smita þar en mikil aukning er í fjölda smita þar í landi þessa dagana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×