Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 18:00 Það er ljóst að leik liðanna verður ekki aflýst eins og til að mynda leik Leyton Orient og Tottenham Hotspur var gert fyrr á tímabilinu í sömu keppni. Simon Stacpoole/Getty Images Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04
Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34
Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00