Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2020 07:18 Bóluefni AstraZeneca hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47