Þýska deildin í meira en mánaðarfrí með tvo Íslendinga á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 12:31 Bjarki Már Elísson er hér fyrir miðju en hann komst upp í efsta sæti markalistans með því að enda árið á tíu marka leik. Getty/Frank Molter Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í tveimur efstu sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik. Þýski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik.
Þýski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira