Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 13:45 Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ætlar sér mögulega að breyta frumvarpinu um ávísanirnar svo Demókratar vilji ekki samþykkja það. AP/Nicholas Kamm Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira