Handtökur, dóp, djamm og nóg af peningum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2020 15:47 Steinar Fjeldsted var einn af stofnendum Quarashi. Steinar Fjeldsted, eða Steini í Quarashi, var ein af aðalsprautunum í rappsveitinni Quarashi sem náði lygilegum hæðum á sínum tíma og fyllti tónleikahallir um allan heim. Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“