Palli fimmtugur í dag: „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:33 Páll Óskar er fimmtugur í dag. „Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
„Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira