Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í kjölfar fundarins segir að sveitarfélögin hafi hafnað að veita starfsfólki sínu sambærilega kjaraleiðréttingu og þá sem Efling hefur samið um við Reykjavíkurborg og ríkið. Í samningi Eflingar við Reykjavíkurborg var samið um grunnlaunahækkanir umfram lífskjarasamninginn um að meðaltali 7.800 krónur og sérstaka leiðréttingu lægstu launa í formi aukagreiðslu. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningi stéttarfélagsins við ríkið sé svigrúm til sérstakrar leiðréttingar á kjörum félagsmanna, sem flestir vinna á Landspítalanum. „Á samningafundi í dag fyrir hádegi hafnaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga alfarið að útfæra sams konar leiðréttingu fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarsbæ og öðrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu Eflingar. „Á fundinum lýsti Efling vilja til að útfæra ríkis- og borgarleiðréttinguna með tilliti til launatöflu sveitarfélaganna og til að hlýða á gagntilboð. Var því hafnað.“ Þá hafi Efling komið á framfæri hvatningu til sveitarfélaganna að endurskoða afstöðu sína og kallaði eftir að fundað yrði aftur í deilunni strax eftir hádegi. Tími fyrir annan fund hefur ekki verið ákveðinn. Verkfallsaðgerðir Eflingar hafa einkum leitt til lokunar á grunnskólum í Kópavogi, auk lokana og skertrar þjónustu á fleiri stofnunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni. Fimm dagar liðu milli síðustu tveggja funda. Verkföll 2020 Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Hveragerði Ölfus Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. 12. mars 2020 09:00 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í kjölfar fundarins segir að sveitarfélögin hafi hafnað að veita starfsfólki sínu sambærilega kjaraleiðréttingu og þá sem Efling hefur samið um við Reykjavíkurborg og ríkið. Í samningi Eflingar við Reykjavíkurborg var samið um grunnlaunahækkanir umfram lífskjarasamninginn um að meðaltali 7.800 krónur og sérstaka leiðréttingu lægstu launa í formi aukagreiðslu. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningi stéttarfélagsins við ríkið sé svigrúm til sérstakrar leiðréttingar á kjörum félagsmanna, sem flestir vinna á Landspítalanum. „Á samningafundi í dag fyrir hádegi hafnaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga alfarið að útfæra sams konar leiðréttingu fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarsbæ og öðrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu Eflingar. „Á fundinum lýsti Efling vilja til að útfæra ríkis- og borgarleiðréttinguna með tilliti til launatöflu sveitarfélaganna og til að hlýða á gagntilboð. Var því hafnað.“ Þá hafi Efling komið á framfæri hvatningu til sveitarfélaganna að endurskoða afstöðu sína og kallaði eftir að fundað yrði aftur í deilunni strax eftir hádegi. Tími fyrir annan fund hefur ekki verið ákveðinn. Verkfallsaðgerðir Eflingar hafa einkum leitt til lokunar á grunnskólum í Kópavogi, auk lokana og skertrar þjónustu á fleiri stofnunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni. Fimm dagar liðu milli síðustu tveggja funda.
Verkföll 2020 Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Hveragerði Ölfus Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. 12. mars 2020 09:00 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50
„V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. 12. mars 2020 09:00
„Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03