Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í kjölfar fundarins segir að sveitarfélögin hafi hafnað að veita starfsfólki sínu sambærilega kjaraleiðréttingu og þá sem Efling hefur samið um við Reykjavíkurborg og ríkið. Í samningi Eflingar við Reykjavíkurborg var samið um grunnlaunahækkanir umfram lífskjarasamninginn um að meðaltali 7.800 krónur og sérstaka leiðréttingu lægstu launa í formi aukagreiðslu. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningi stéttarfélagsins við ríkið sé svigrúm til sérstakrar leiðréttingar á kjörum félagsmanna, sem flestir vinna á Landspítalanum. „Á samningafundi í dag fyrir hádegi hafnaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga alfarið að útfæra sams konar leiðréttingu fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarsbæ og öðrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu Eflingar. „Á fundinum lýsti Efling vilja til að útfæra ríkis- og borgarleiðréttinguna með tilliti til launatöflu sveitarfélaganna og til að hlýða á gagntilboð. Var því hafnað.“ Þá hafi Efling komið á framfæri hvatningu til sveitarfélaganna að endurskoða afstöðu sína og kallaði eftir að fundað yrði aftur í deilunni strax eftir hádegi. Tími fyrir annan fund hefur ekki verið ákveðinn. Verkfallsaðgerðir Eflingar hafa einkum leitt til lokunar á grunnskólum í Kópavogi, auk lokana og skertrar þjónustu á fleiri stofnunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni. Fimm dagar liðu milli síðustu tveggja funda. Verkföll 2020 Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Hveragerði Ölfus Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. 12. mars 2020 09:00 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í kjölfar fundarins segir að sveitarfélögin hafi hafnað að veita starfsfólki sínu sambærilega kjaraleiðréttingu og þá sem Efling hefur samið um við Reykjavíkurborg og ríkið. Í samningi Eflingar við Reykjavíkurborg var samið um grunnlaunahækkanir umfram lífskjarasamninginn um að meðaltali 7.800 krónur og sérstaka leiðréttingu lægstu launa í formi aukagreiðslu. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningi stéttarfélagsins við ríkið sé svigrúm til sérstakrar leiðréttingar á kjörum félagsmanna, sem flestir vinna á Landspítalanum. „Á samningafundi í dag fyrir hádegi hafnaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga alfarið að útfæra sams konar leiðréttingu fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarsbæ og öðrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu Eflingar. „Á fundinum lýsti Efling vilja til að útfæra ríkis- og borgarleiðréttinguna með tilliti til launatöflu sveitarfélaganna og til að hlýða á gagntilboð. Var því hafnað.“ Þá hafi Efling komið á framfæri hvatningu til sveitarfélaganna að endurskoða afstöðu sína og kallaði eftir að fundað yrði aftur í deilunni strax eftir hádegi. Tími fyrir annan fund hefur ekki verið ákveðinn. Verkfallsaðgerðir Eflingar hafa einkum leitt til lokunar á grunnskólum í Kópavogi, auk lokana og skertrar þjónustu á fleiri stofnunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni. Fimm dagar liðu milli síðustu tveggja funda.
Verkföll 2020 Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Hveragerði Ölfus Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. 12. mars 2020 09:00 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50
„V-in“ þrjú hafa þyngt róðurinn en það er mikilvægt að við stöndum saman Pfaff hefur farið í gegnum tímanna tvenna á þeim 90 árum sem fyrirtækið hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og atvinnulífið til að tala meira saman. 12. mars 2020 09:00
„Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03