Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:00 Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira