Guðmundur minnist Alexei Trúfan | „Ég var ekki lengi að taka ákvörðun“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 21:00 Guðmundur Guðmundsson var spilandi þjálfari Víkings þegar hann fór til Rússlands og fékk Alexei Trúfan til að koma til Íslands. Mynd/Vísir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, minnist Alexei Trúfan í pistli á Facebook en það var Guðmundur sem fékk Trúfan til Íslands á sínum tíma. Trúfan lést 61 árs að aldri. Hann átti frábæran feril á Íslandi á síðasta áratug 20. aldar en hér lék hann Víkingi, FH, Aftureldingu og Val. Guðmundur var spilandi þjálfari Víkings þegar hann kynntist Trúfan fyrst, í Rússlandi, og hann rifjaði upp fyrstu kynnin í pistlinum sem lesa má hér að neðan: „Árið 1990 fór ég til Moskvu til að skoða leikmann fyrir Víking, Alexei Trufan. Til stóð að skoða Alexei á æfingu með liðinu sem hann spilaði með. Þjálfari liðsins var Youri Klimov margreyndur fyrrverandi leikmaður sovéska landsliðsins og varð hann m.a. Ólympíumeistari með liðinu í Montreal árið 1976. En þegar ég kom í íþróttahúsið voru þar aðeins þjálfarinn Youri Klimov, Alexei Trufan og 1 markmaður. Ég man að ég lét Alex skjóta á markið, hlaupa hraðaupphlaup og svo tók hann varnarskref sem ég bað hann um. Ég var ekki lengi að taka ákvörðun. Alexei skrifaði undir samning við Víking og félagið naut krafta hans um tíma. Hann var stórkostlegur leikmaður. Yfirburða varnarmaður og mjög góður sóknarmaður. Hann var ósérhlífinn og frábær keppnismaður. Það var góð tilfinning að spila við hliðina á honum. Eftir að hafa spilað frábærlega fyrir Víking tók við farsæll ferill m.a. með UMFA og FH. Ég tileinkaði honum það sem kallast að taka "Trufan" þegar glímt er við línumenn. Hann kom með nýja vídd inn í íslenskan handbolta hvað varnarleik varðar. Blessuð sé minning þessa góða drengs.“ Handbolti Olís-deild karla Andlát Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, minnist Alexei Trúfan í pistli á Facebook en það var Guðmundur sem fékk Trúfan til Íslands á sínum tíma. Trúfan lést 61 árs að aldri. Hann átti frábæran feril á Íslandi á síðasta áratug 20. aldar en hér lék hann Víkingi, FH, Aftureldingu og Val. Guðmundur var spilandi þjálfari Víkings þegar hann kynntist Trúfan fyrst, í Rússlandi, og hann rifjaði upp fyrstu kynnin í pistlinum sem lesa má hér að neðan: „Árið 1990 fór ég til Moskvu til að skoða leikmann fyrir Víking, Alexei Trufan. Til stóð að skoða Alexei á æfingu með liðinu sem hann spilaði með. Þjálfari liðsins var Youri Klimov margreyndur fyrrverandi leikmaður sovéska landsliðsins og varð hann m.a. Ólympíumeistari með liðinu í Montreal árið 1976. En þegar ég kom í íþróttahúsið voru þar aðeins þjálfarinn Youri Klimov, Alexei Trufan og 1 markmaður. Ég man að ég lét Alex skjóta á markið, hlaupa hraðaupphlaup og svo tók hann varnarskref sem ég bað hann um. Ég var ekki lengi að taka ákvörðun. Alexei skrifaði undir samning við Víking og félagið naut krafta hans um tíma. Hann var stórkostlegur leikmaður. Yfirburða varnarmaður og mjög góður sóknarmaður. Hann var ósérhlífinn og frábær keppnismaður. Það var góð tilfinning að spila við hliðina á honum. Eftir að hafa spilað frábærlega fyrir Víking tók við farsæll ferill m.a. með UMFA og FH. Ég tileinkaði honum það sem kallast að taka "Trufan" þegar glímt er við línumenn. Hann kom með nýja vídd inn í íslenskan handbolta hvað varnarleik varðar. Blessuð sé minning þessa góða drengs.“
Handbolti Olís-deild karla Andlát Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira